Tónlist sem vex Trausti Júlíusson skrifar 17. október 2012 00:01 Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna.
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira