Nýju fötin keisarans Heiðar Már Guðjónsson skrifar 20. október 2012 06:00 Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laugardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lakara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöður, með því að tína til aðrar greinar sem ekki var vísað í umfjölluninni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrslunni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, heldur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögulegt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upplýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjaldeyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orðinn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjórar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjármálakerfis og færu fram á ótakmörkuð völd til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabankinn getur ekki byggt ákvarðanir sínar á tilfinningum eða rangfærslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viðurkenna það. Í riti sínu „Hvað skuldar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabankinn sagði að skuldastaðan gagnvart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raunin var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rangar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laugardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lakara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöður, með því að tína til aðrar greinar sem ekki var vísað í umfjölluninni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrslunni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, heldur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögulegt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upplýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjaldeyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orðinn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjórar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjármálakerfis og færu fram á ótakmörkuð völd til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabankinn getur ekki byggt ákvarðanir sínar á tilfinningum eða rangfærslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viðurkenna það. Í riti sínu „Hvað skuldar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabankinn sagði að skuldastaðan gagnvart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raunin var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rangar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Andersen.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun