Herinn í Gvatemala látinn sæta ábyrgð 23. október 2012 00:00 Fjöldamorðum mótmælt Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í landinu gegn framferði hersins í byrjun mánaðarins.nordicphotos/AFP Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. Viðbrögð stjórnvalda við fjöldamorðum, sem hermenn frömdu í byrjun mánaðarins, hafa að minnsta kosti verið mjög frábrugðin því sem landsmenn eiga að venjast. Ýtarleg rannsókn lögreglu á því sem gerðist hófst samstundis og innan viku höfðu átta óbreyttir hermenn og einn ofursti í hernum verið handteknir. Morðin voru framin þann 4. október þegar þúsundir frumbyggja efndu til mótmæla með því að loka einum af þjóðvegum landsins. Mótmælendurnir voru óvopnaðir, en lögregla greip strax inn í og reyndi að fá mannfjöldann til að hverfa frá og hleypa umferð um veginn. Innan skamms var tveimur herflutningabifreiðum ekið á staðinn og fljótlega hófst skothríð, sem lauk með því að átta mótmælendur lágu í valnum en 34 voru særðir. Herinn hefur áratugum saman komist upp með nánast hvað sem er, ekki síst ofbeldi gegn frumbyggjum landsins. Í þetta skiptið beið hins vegar dómsmálaráðherra landsins, hin 46 ára gamla Claudia Paz y Paz, ekki boðanna heldur sendi strax 175 manna rannsóknarlið á vettvang. Leitað var að skothylkjum, blóði og lífsýnum. Einnig var haldið á sjúkrahús í nágrenninu að ræða við mótmælendur og vitni, sem þangað voru komin til læknismeðferðar. Ofurstinn og tveir hinna óbreyttu hermanna eiga nú yfir sér allt að 500 ára fangelsisdóm hver fyrir að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga. Hinir óbreyttu hermennirnir sex eiga yfir höfði sér allt að 320 ára fangelsi hver fyrir vísvitandi morðtilraunir. Samkvæmt rannsóknarskýrslu hunsuðu hermennirnir fyrirmæli frá lögreglu um að halda sig fjarri mótmælendunum. Perez Molina forseti, sem sjálfur er fyrrverandi herforingi og hefur verið ásakaður um að hafa framið mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöld stóð yfir í landinu, studdi ákvörðun dómsmálaráðherrans og hefur heitið því að nota herinn ekki oftar til að halda mótmælendum í skefjum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. Viðbrögð stjórnvalda við fjöldamorðum, sem hermenn frömdu í byrjun mánaðarins, hafa að minnsta kosti verið mjög frábrugðin því sem landsmenn eiga að venjast. Ýtarleg rannsókn lögreglu á því sem gerðist hófst samstundis og innan viku höfðu átta óbreyttir hermenn og einn ofursti í hernum verið handteknir. Morðin voru framin þann 4. október þegar þúsundir frumbyggja efndu til mótmæla með því að loka einum af þjóðvegum landsins. Mótmælendurnir voru óvopnaðir, en lögregla greip strax inn í og reyndi að fá mannfjöldann til að hverfa frá og hleypa umferð um veginn. Innan skamms var tveimur herflutningabifreiðum ekið á staðinn og fljótlega hófst skothríð, sem lauk með því að átta mótmælendur lágu í valnum en 34 voru særðir. Herinn hefur áratugum saman komist upp með nánast hvað sem er, ekki síst ofbeldi gegn frumbyggjum landsins. Í þetta skiptið beið hins vegar dómsmálaráðherra landsins, hin 46 ára gamla Claudia Paz y Paz, ekki boðanna heldur sendi strax 175 manna rannsóknarlið á vettvang. Leitað var að skothylkjum, blóði og lífsýnum. Einnig var haldið á sjúkrahús í nágrenninu að ræða við mótmælendur og vitni, sem þangað voru komin til læknismeðferðar. Ofurstinn og tveir hinna óbreyttu hermanna eiga nú yfir sér allt að 500 ára fangelsisdóm hver fyrir að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga. Hinir óbreyttu hermennirnir sex eiga yfir höfði sér allt að 320 ára fangelsi hver fyrir vísvitandi morðtilraunir. Samkvæmt rannsóknarskýrslu hunsuðu hermennirnir fyrirmæli frá lögreglu um að halda sig fjarri mótmælendunum. Perez Molina forseti, sem sjálfur er fyrrverandi herforingi og hefur verið ásakaður um að hafa framið mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöld stóð yfir í landinu, studdi ákvörðun dómsmálaráðherrans og hefur heitið því að nota herinn ekki oftar til að halda mótmælendum í skefjum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira