Herinn í Gvatemala látinn sæta ábyrgð 23. október 2012 00:00 Fjöldamorðum mótmælt Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í landinu gegn framferði hersins í byrjun mánaðarins.nordicphotos/AFP Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. Viðbrögð stjórnvalda við fjöldamorðum, sem hermenn frömdu í byrjun mánaðarins, hafa að minnsta kosti verið mjög frábrugðin því sem landsmenn eiga að venjast. Ýtarleg rannsókn lögreglu á því sem gerðist hófst samstundis og innan viku höfðu átta óbreyttir hermenn og einn ofursti í hernum verið handteknir. Morðin voru framin þann 4. október þegar þúsundir frumbyggja efndu til mótmæla með því að loka einum af þjóðvegum landsins. Mótmælendurnir voru óvopnaðir, en lögregla greip strax inn í og reyndi að fá mannfjöldann til að hverfa frá og hleypa umferð um veginn. Innan skamms var tveimur herflutningabifreiðum ekið á staðinn og fljótlega hófst skothríð, sem lauk með því að átta mótmælendur lágu í valnum en 34 voru særðir. Herinn hefur áratugum saman komist upp með nánast hvað sem er, ekki síst ofbeldi gegn frumbyggjum landsins. Í þetta skiptið beið hins vegar dómsmálaráðherra landsins, hin 46 ára gamla Claudia Paz y Paz, ekki boðanna heldur sendi strax 175 manna rannsóknarlið á vettvang. Leitað var að skothylkjum, blóði og lífsýnum. Einnig var haldið á sjúkrahús í nágrenninu að ræða við mótmælendur og vitni, sem þangað voru komin til læknismeðferðar. Ofurstinn og tveir hinna óbreyttu hermanna eiga nú yfir sér allt að 500 ára fangelsisdóm hver fyrir að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga. Hinir óbreyttu hermennirnir sex eiga yfir höfði sér allt að 320 ára fangelsi hver fyrir vísvitandi morðtilraunir. Samkvæmt rannsóknarskýrslu hunsuðu hermennirnir fyrirmæli frá lögreglu um að halda sig fjarri mótmælendunum. Perez Molina forseti, sem sjálfur er fyrrverandi herforingi og hefur verið ásakaður um að hafa framið mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöld stóð yfir í landinu, studdi ákvörðun dómsmálaráðherrans og hefur heitið því að nota herinn ekki oftar til að halda mótmælendum í skefjum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu. Viðbrögð stjórnvalda við fjöldamorðum, sem hermenn frömdu í byrjun mánaðarins, hafa að minnsta kosti verið mjög frábrugðin því sem landsmenn eiga að venjast. Ýtarleg rannsókn lögreglu á því sem gerðist hófst samstundis og innan viku höfðu átta óbreyttir hermenn og einn ofursti í hernum verið handteknir. Morðin voru framin þann 4. október þegar þúsundir frumbyggja efndu til mótmæla með því að loka einum af þjóðvegum landsins. Mótmælendurnir voru óvopnaðir, en lögregla greip strax inn í og reyndi að fá mannfjöldann til að hverfa frá og hleypa umferð um veginn. Innan skamms var tveimur herflutningabifreiðum ekið á staðinn og fljótlega hófst skothríð, sem lauk með því að átta mótmælendur lágu í valnum en 34 voru særðir. Herinn hefur áratugum saman komist upp með nánast hvað sem er, ekki síst ofbeldi gegn frumbyggjum landsins. Í þetta skiptið beið hins vegar dómsmálaráðherra landsins, hin 46 ára gamla Claudia Paz y Paz, ekki boðanna heldur sendi strax 175 manna rannsóknarlið á vettvang. Leitað var að skothylkjum, blóði og lífsýnum. Einnig var haldið á sjúkrahús í nágrenninu að ræða við mótmælendur og vitni, sem þangað voru komin til læknismeðferðar. Ofurstinn og tveir hinna óbreyttu hermanna eiga nú yfir sér allt að 500 ára fangelsisdóm hver fyrir að hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga. Hinir óbreyttu hermennirnir sex eiga yfir höfði sér allt að 320 ára fangelsi hver fyrir vísvitandi morðtilraunir. Samkvæmt rannsóknarskýrslu hunsuðu hermennirnir fyrirmæli frá lögreglu um að halda sig fjarri mótmælendunum. Perez Molina forseti, sem sjálfur er fyrrverandi herforingi og hefur verið ásakaður um að hafa framið mannréttindabrot á meðan borgarastyrjöld stóð yfir í landinu, studdi ákvörðun dómsmálaráðherrans og hefur heitið því að nota herinn ekki oftar til að halda mótmælendum í skefjum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira