Stórskyttur skjóta púðurskotum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. október 2012 09:00 Róbert og Ólafur bítast hér í leik. Er beðið eftir því að þeir sýni hvað þeir geta. Mynd/Anton Mikils var vænst af stórskyttunum Ólafi Gústafssyni úr FH og Framaranum Róberti Aroni Hostert í vetur. Skal engan undra þar sem þeir eru báðir afar efnilegir og komnir með fína reynslu í efstu deild. Þeim hefur ekki tekist að standa undir þessum væntingum hingað til. Báðir búa þeir yfir gríðarlegum hæfileikum og það er mat margra að þeir hafi fulla burði til þess að vera yfirburðamenn í deildinni. Menn sem skora um tíu mörk í leik. Það er ekki að gerast hjá þeim. Ólafur var meiddur framan af tímabili og hefur lítið gert síðan hann kom til baka. Ekki skorað meira en fimm mörk í leik sem telst ekki mikið fyrir öfluga skyttu eins og Ólaf. Hann hefur haft hægt um sig í sumum leikjum og þegar hann skýtur mikið gengur fátt upp. Engu að síður var hann verðlaunaður með landsliðssæti í vikunni. Verður það að teljast áhugavert. Róbert Aron hefur átt skrautlega leiki. Besti leikurinn hans var gegn ÍR þar sem hann skoraði níu mörk í tólf skotum. Aðrir leikir hafa verið slakir hjá honum og skotnýtingin ekki til fyrirmyndar. Ekkert mark í átta skotum gegn Akureyri og sjö mörk í heilum nítján skotum gegn Val eru dæmi um það. Sem betur fer fyrir þá félaga er nóg eftir af tímabilinu og mörg tækifæri til þess að sýna að þeir geti staðið undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Þeir geta mikið betur. SkotnýtinginÓlafur: mörk (skot) Gegn Akureyri: meiddur Gegn Val: meiddur Gegn Fram: 4 (6) Gegn ÍR: 4 (16) Gegn HK: 5 (9) Gegn Aftureldingu: 5 (11)Samtals: 18 (42) - 43%Róbert: Gegn Haukum: 4 (11) Gegn Akureyri: 0 (8) Gegn FH: 6 (10) Gegn Val: 7 (19) Gegn ÍR: 9 (12) Gegn HK: 4 (12)Samtals: 30 (72) - 42% Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Mikils var vænst af stórskyttunum Ólafi Gústafssyni úr FH og Framaranum Róberti Aroni Hostert í vetur. Skal engan undra þar sem þeir eru báðir afar efnilegir og komnir með fína reynslu í efstu deild. Þeim hefur ekki tekist að standa undir þessum væntingum hingað til. Báðir búa þeir yfir gríðarlegum hæfileikum og það er mat margra að þeir hafi fulla burði til þess að vera yfirburðamenn í deildinni. Menn sem skora um tíu mörk í leik. Það er ekki að gerast hjá þeim. Ólafur var meiddur framan af tímabili og hefur lítið gert síðan hann kom til baka. Ekki skorað meira en fimm mörk í leik sem telst ekki mikið fyrir öfluga skyttu eins og Ólaf. Hann hefur haft hægt um sig í sumum leikjum og þegar hann skýtur mikið gengur fátt upp. Engu að síður var hann verðlaunaður með landsliðssæti í vikunni. Verður það að teljast áhugavert. Róbert Aron hefur átt skrautlega leiki. Besti leikurinn hans var gegn ÍR þar sem hann skoraði níu mörk í tólf skotum. Aðrir leikir hafa verið slakir hjá honum og skotnýtingin ekki til fyrirmyndar. Ekkert mark í átta skotum gegn Akureyri og sjö mörk í heilum nítján skotum gegn Val eru dæmi um það. Sem betur fer fyrir þá félaga er nóg eftir af tímabilinu og mörg tækifæri til þess að sýna að þeir geti staðið undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Þeir geta mikið betur. SkotnýtinginÓlafur: mörk (skot) Gegn Akureyri: meiddur Gegn Val: meiddur Gegn Fram: 4 (6) Gegn ÍR: 4 (16) Gegn HK: 5 (9) Gegn Aftureldingu: 5 (11)Samtals: 18 (42) - 43%Róbert: Gegn Haukum: 4 (11) Gegn Akureyri: 0 (8) Gegn FH: 6 (10) Gegn Val: 7 (19) Gegn ÍR: 9 (12) Gegn HK: 4 (12)Samtals: 30 (72) - 42%
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira