Öllum frá Iceland Express sagt upp störfum hjá Wow Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 30. október 2012 08:00 WOW Þota Airbus A320 farþegaþota Wow air. Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag. WOW Air Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag.
WOW Air Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira