Öllum frá Iceland Express sagt upp störfum hjá Wow Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 30. október 2012 08:00 WOW Þota Airbus A320 farþegaþota Wow air. Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag. WOW Air Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag.
WOW Air Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira