Hasar og klisjur Elísabet Brekkan skrifar 31. október 2012 11:15 Bastarðar Borgarleikhúsið í samvinnu við Vesturport Höfundar:Gísli Örn Garðarsson og Richard LaGravense. Leikarar: Jóhann Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmar Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Þórunn Erla Clausen, Sigurður Þór Óskarsson, Víkingur Kristjánsson og Jóhannes Níels Sigurðsson.Leikmynd:Börkur Jónsson.Leikstjóri:Gísli Örn Garðarsson. Mikil eftirvænting ríkti í stóra sal Borgarleikhússins á laugardagskvöldið þegar áhorfendur streymdu til sæta sem líklega hafa verið helmingi fleiri en venjulega. Vesturport í samvinnu við Borgarleikhúsið bauð upp á mikið sjónarspil í stórbrotinni leikmynd Barkar Jónssonar. Tré til allra handa og einhvers konar glerþak með brotnum rúðum sem leikarar komu niður um á mismunandi skeiðum. Leikritið Bastarðar, sem upprunalega var sýnt í samvinnu þriggja norrænna leikhúsa á þremur málum, fjallar um einræðisherra á eyju sem hann hafði sölsað undir sig með því að barna ljóta konu og kallar hann saman börn sín sem hafa ekki hist í mörg ár. Bræðurnir Mikael og Jóhann koma til landareignarinnar í þeirri trú að sá gamli sé við dauðans dyr, en það er nú eitthvað annað. Hann og unnustan eru að undirbúa brúðkaup. Börnin eru öll sködduð af uppeldi sínu, hvert á sinn máta. Í gegnum aldirnar hafa leikskáld gert fjölskylduharmleiki að yrkisefni sínu. Hvort heldur er meðal Grikkja, hjá Shakespeare eða bara hjá hinu sísullandi fólki í Dallas. Því miður var tónninn heldur holur í persónusköpun sýningar Vesturports á Bastörðum sem frumsýnd var á laugardagskvöldið í Borgarleikhúsinu í íslensku útgáfunni. Í leikskrá er vísað til Karamasov-bræðranna en það eina sem í raun minnir á þá sögu er sambandið milli pabbans og hinnar lauslátu stúlku sem áður hafði verið unnusta elsta sonarins. Danska myndin Festen kom oftar en einu sinni upp í hugann. Jóhann er eitt taugabúnt og snar taugaveiklaður í hlutverki föðurins Magnúsar. Jafnvel verstu ruddar fá smá brjóstsviða eða minnast móður sinnar með tár á hvarmi en Magnús er bara skepna, og að því leyti skilaði Jóhann þessu hlutverki vel. Hilmir Snær Guðnason leikur Jóhann, sem á margan hátt er bitastæðasta hlutverkið, og allar dómadags hugdettur og afhjúpanir sem frá honum komu voru bæði fyndnar og trúverðugar. Marta, dóttirin sem fórnaði öllu fyrir föður sinn, er flöt persóna og þar af leiðandi lítil samkennd með henni þó hún sé brotin í lokin. Þórunn Erna Clausen lék Mörtu. Maður hennar, Ríkharður, var ákaflega pirrandi en þó skemmtileg persóna í höndum Víkings Kristjánssonar. Nína Dögg var hrífandi köld og kynþokkafull í hlutverki hinnar léttúðugu Margrétar og Elva Ósk Ólafsdóttir var skemmtilega staðsett á einhverjum allt öðrum skala heldur en þau hin. Minnti á miðevrópska aldamótakonu og því ótrúverðugt að hún starfaði sem markþjálfi. Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk Mikaels, sem aðhyllist hugmyndafræði víkinga og er einhvers konar nýnasisti en elskar enn þá gömlu unnustuna. Stjarna kvöldsins var þó tvímælalaust yngsti bróðirinn, uppáhald pabbans, sem Sigurður Þór Óskarsson gæddi trúverðugu lífi. Tónlistin, lýsingin og umgjörðin öll var hrífandi meðan persónusköpunin var meira eins og samkrull af klisjum og mikil orka fer í hlaup, sprang og óp. Þar sem áhorfendur sátu bæði uppi á sviðinu og niðri í sal heyrðist mjög vel það sem sagt var. Þó svo að kallað hafi verið til sérfræðings frá sjálfri Hollywood var handritið Akkilesarhæll sýningarinnar. Niðurstaða: Heljarinnar sjónarspil með fremur rýrum texta Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bastarðar Borgarleikhúsið í samvinnu við Vesturport Höfundar:Gísli Örn Garðarsson og Richard LaGravense. Leikarar: Jóhann Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmar Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Þórunn Erla Clausen, Sigurður Þór Óskarsson, Víkingur Kristjánsson og Jóhannes Níels Sigurðsson.Leikmynd:Börkur Jónsson.Leikstjóri:Gísli Örn Garðarsson. Mikil eftirvænting ríkti í stóra sal Borgarleikhússins á laugardagskvöldið þegar áhorfendur streymdu til sæta sem líklega hafa verið helmingi fleiri en venjulega. Vesturport í samvinnu við Borgarleikhúsið bauð upp á mikið sjónarspil í stórbrotinni leikmynd Barkar Jónssonar. Tré til allra handa og einhvers konar glerþak með brotnum rúðum sem leikarar komu niður um á mismunandi skeiðum. Leikritið Bastarðar, sem upprunalega var sýnt í samvinnu þriggja norrænna leikhúsa á þremur málum, fjallar um einræðisherra á eyju sem hann hafði sölsað undir sig með því að barna ljóta konu og kallar hann saman börn sín sem hafa ekki hist í mörg ár. Bræðurnir Mikael og Jóhann koma til landareignarinnar í þeirri trú að sá gamli sé við dauðans dyr, en það er nú eitthvað annað. Hann og unnustan eru að undirbúa brúðkaup. Börnin eru öll sködduð af uppeldi sínu, hvert á sinn máta. Í gegnum aldirnar hafa leikskáld gert fjölskylduharmleiki að yrkisefni sínu. Hvort heldur er meðal Grikkja, hjá Shakespeare eða bara hjá hinu sísullandi fólki í Dallas. Því miður var tónninn heldur holur í persónusköpun sýningar Vesturports á Bastörðum sem frumsýnd var á laugardagskvöldið í Borgarleikhúsinu í íslensku útgáfunni. Í leikskrá er vísað til Karamasov-bræðranna en það eina sem í raun minnir á þá sögu er sambandið milli pabbans og hinnar lauslátu stúlku sem áður hafði verið unnusta elsta sonarins. Danska myndin Festen kom oftar en einu sinni upp í hugann. Jóhann er eitt taugabúnt og snar taugaveiklaður í hlutverki föðurins Magnúsar. Jafnvel verstu ruddar fá smá brjóstsviða eða minnast móður sinnar með tár á hvarmi en Magnús er bara skepna, og að því leyti skilaði Jóhann þessu hlutverki vel. Hilmir Snær Guðnason leikur Jóhann, sem á margan hátt er bitastæðasta hlutverkið, og allar dómadags hugdettur og afhjúpanir sem frá honum komu voru bæði fyndnar og trúverðugar. Marta, dóttirin sem fórnaði öllu fyrir föður sinn, er flöt persóna og þar af leiðandi lítil samkennd með henni þó hún sé brotin í lokin. Þórunn Erna Clausen lék Mörtu. Maður hennar, Ríkharður, var ákaflega pirrandi en þó skemmtileg persóna í höndum Víkings Kristjánssonar. Nína Dögg var hrífandi köld og kynþokkafull í hlutverki hinnar léttúðugu Margrétar og Elva Ósk Ólafsdóttir var skemmtilega staðsett á einhverjum allt öðrum skala heldur en þau hin. Minnti á miðevrópska aldamótakonu og því ótrúverðugt að hún starfaði sem markþjálfi. Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk Mikaels, sem aðhyllist hugmyndafræði víkinga og er einhvers konar nýnasisti en elskar enn þá gömlu unnustuna. Stjarna kvöldsins var þó tvímælalaust yngsti bróðirinn, uppáhald pabbans, sem Sigurður Þór Óskarsson gæddi trúverðugu lífi. Tónlistin, lýsingin og umgjörðin öll var hrífandi meðan persónusköpunin var meira eins og samkrull af klisjum og mikil orka fer í hlaup, sprang og óp. Þar sem áhorfendur sátu bæði uppi á sviðinu og niðri í sal heyrðist mjög vel það sem sagt var. Þó svo að kallað hafi verið til sérfræðings frá sjálfri Hollywood var handritið Akkilesarhæll sýningarinnar. Niðurstaða: Heljarinnar sjónarspil með fremur rýrum texta
Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira