Grundvallarbreytingar samþykktar á kvótakerfinu 5. nóvember 2012 06:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru samþykktar grundvallarbreytingar á núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Rúmir tveir þriðju þeirra sem afstöðu tóku samþykktu tillögu stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Kvótalöggjöfin hefur verið eitt allra stærsta deilumálið í íslenskum stjórnmálum undanfarin 20 ár. Ítrekað hafa landsmenn látið í ljós mikla óánægju með ákveðna þætti löggjafarinnar í skoðanakönnunum og alþingiskosningum. Það fer ekki á milli mála að hver sá sem samþykkti tillögu Stjórnlagaráðs hefur kynnt sér breytingarnar og verið þeim samþykkur. Það fer líka ekki á milli mála að hver sá sem vildi áfram núverandi kvótakerfi að mestu óbreytt hefur greitt atkvæði gegn tillögunni. Alls greiddu ríflega 73.000 manns breytingunum atkvæði sitt. Það eru 67% þeirra sem afstöðu tóku. Þetta er nánast sami stuðningur og kom fram í skoðanakönnun MMR í maí 2011. Þá vildu 65% innkalla kvótann og úthluta honum að nýju með breyttum reglum. Breytingarnar í 34. grein í tillögu stjórnlagaráðs fjalla um náttúruauðlindir og réttindi tengd þeim. Róttæku breytingarnar eru þær að auðlindirnar sem ekki eru í einkaeigu eru lýstar þjóðareign. Réttindin til þess að hagnýta þær, svo sem fiskveiðikvóta, mun ríkið veita á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi til hóflegs tíma, og þau má aldrei veðsetja. Þarna er skýrt hvernig öll umdeildustu atriðin í kvótakerfinu eiga að vera til lykta leidd. Í dag er það svo að handhafar kvótans hafa komist upp með að veðsetja kvótann og þannig draga óhemjumikið fé út úr greininni í eigin vasa. Tvöföld verðlagning á kvóta hefur verið látin viðgangast. Ríkið hefur innheimt lágt gjald árlega fyrir afnotin en síðan hafa samtök útvegsmanna, LÍÚ, rekið á skrifstofu sinni sérstakan kvótaeftirmarkað og þar hefur verðið á kvótanum verið margfalt hærra. Í könnun MMR frá maí 2011 vildi 71% svarenda að ríkið fengi markaðsverðið, sem eðlilegt er. Núverandi kvótaúthlutun brýtur allar reglur um jafnræði og samkeppni sem gilda um atvinnurekstur í þjóðfélaginu. Enn á ný hefur almenningur í landinu sagt stjórnmálamönnunum skýrt hver vilji hans er. Munu þeir loksins fylgja þeim vilja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru samþykktar grundvallarbreytingar á núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Rúmir tveir þriðju þeirra sem afstöðu tóku samþykktu tillögu stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Kvótalöggjöfin hefur verið eitt allra stærsta deilumálið í íslenskum stjórnmálum undanfarin 20 ár. Ítrekað hafa landsmenn látið í ljós mikla óánægju með ákveðna þætti löggjafarinnar í skoðanakönnunum og alþingiskosningum. Það fer ekki á milli mála að hver sá sem samþykkti tillögu Stjórnlagaráðs hefur kynnt sér breytingarnar og verið þeim samþykkur. Það fer líka ekki á milli mála að hver sá sem vildi áfram núverandi kvótakerfi að mestu óbreytt hefur greitt atkvæði gegn tillögunni. Alls greiddu ríflega 73.000 manns breytingunum atkvæði sitt. Það eru 67% þeirra sem afstöðu tóku. Þetta er nánast sami stuðningur og kom fram í skoðanakönnun MMR í maí 2011. Þá vildu 65% innkalla kvótann og úthluta honum að nýju með breyttum reglum. Breytingarnar í 34. grein í tillögu stjórnlagaráðs fjalla um náttúruauðlindir og réttindi tengd þeim. Róttæku breytingarnar eru þær að auðlindirnar sem ekki eru í einkaeigu eru lýstar þjóðareign. Réttindin til þess að hagnýta þær, svo sem fiskveiðikvóta, mun ríkið veita á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi til hóflegs tíma, og þau má aldrei veðsetja. Þarna er skýrt hvernig öll umdeildustu atriðin í kvótakerfinu eiga að vera til lykta leidd. Í dag er það svo að handhafar kvótans hafa komist upp með að veðsetja kvótann og þannig draga óhemjumikið fé út úr greininni í eigin vasa. Tvöföld verðlagning á kvóta hefur verið látin viðgangast. Ríkið hefur innheimt lágt gjald árlega fyrir afnotin en síðan hafa samtök útvegsmanna, LÍÚ, rekið á skrifstofu sinni sérstakan kvótaeftirmarkað og þar hefur verðið á kvótanum verið margfalt hærra. Í könnun MMR frá maí 2011 vildi 71% svarenda að ríkið fengi markaðsverðið, sem eðlilegt er. Núverandi kvótaúthlutun brýtur allar reglur um jafnræði og samkeppni sem gilda um atvinnurekstur í þjóðfélaginu. Enn á ný hefur almenningur í landinu sagt stjórnmálamönnunum skýrt hver vilji hans er. Munu þeir loksins fylgja þeim vilja?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun