Eitt atvik kostaði okkur titilinn Kolbeinn Tumi Daðason. skrifar 5. nóvember 2012 08:00 Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/Stefán Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn