Eitt atvik kostaði okkur titilinn Kolbeinn Tumi Daðason. skrifar 5. nóvember 2012 08:00 Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/Stefán Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira