Skipulag í Reykjavík Páll Hjaltason og Hjálmar Sveinsson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leiðrétta misræmið sem er á milli austurhluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðahúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Uppbygging við Gömlu Höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borgaryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á útivistarsvæðum borgarinnar, svo sem gömlum gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgarlandi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunarsvæðum, bílastæðum og gömlum athafnasvæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðarálagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir 8 borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum er varða framtíð síns hverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Tengdar fréttir Að stjórna skipulagi Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar. 8. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leiðrétta misræmið sem er á milli austurhluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðahúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Uppbygging við Gömlu Höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borgaryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á útivistarsvæðum borgarinnar, svo sem gömlum gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgarlandi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunarsvæðum, bílastæðum og gömlum athafnasvæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðarálagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir 8 borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum er varða framtíð síns hverfis.
Að stjórna skipulagi Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar. 8. nóvember 2012 06:00
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun