Gemmér nammi! 14. nóvember 2012 00:01 Wreck-It Ralph Leikstjórn: Rich Moore. Leikarar: John C. Reilly, Sarah Silverman, Jack McBrayer, Jane Lynch, Alan Tudyk. Í spilasal herra Litwaks láta tölvuleikjapersónurnar að stjórn spilaranna á opnunartíma, en eftir lokun sinna þær einkalífinu. Sumar fara á fund í stuðningsgrúppunni sinni og aðrar fara á barinn. Wreck-It Ralph starfar sem illmenni í leiknum Fix-It Felix, Jr. en í lok vinnudagsins er hann enn þá litinn hornauga af öðrum persónum leiksins. Þrátt fyrir starfið er hann góðhjartaður en býr aleinn á ruslahaug og á enga vini. Að lokum fær hann nóg og ákveður að stinga af úr tölvuleiknum, og koma ekki aftur fyrr en hann hefur sannað ágæti sitt. Það fer að verða óþarfi að taka það fram hversu tæknilega vel gerðar tölvuteiknimyndir Disney eru. Wreck-It Ralph er engin undantekning og það er hrein unun að gleyma sér í litadýrðinni og öllum glæsilegu smáatriðunum sem tæknideildin hefur nostrað við. Nær helmingur myndarinnar gerist í tölvuleik að nafni Sugar Rush, eins konar stafrænu sælgætislandi þar sem hina barnungu Vanellope von Schweetz dreymir um að keppa í kappakstri, og hætt er við að nammigrísir á borð við undirritaðan eigi eftir að sitja með sleftauminn hangandi úr skoltinum allan tímann. Og ekki vantar hressleikann. Við fáum góðan skerf af húmor, æsilegan kappakstur og fullt af sígildum tölvuleikjapersónum í feluhlutverkum. En það vantar einhvern neista. Ekki er við leikarana að sakast. John C. Reilly og Sarah Silverman skila sínu og gott betur. Mig grunar að vandamálið sé að finna í handritinu. Hugmyndin er frábær en framkvæmdin aðeins of dæmigerð. Þá er takturinn misjafn og myndin langdregin á köflum. En skemmtanagildið er til staðar og ég mæli sterklega með því að sælgæti sé haft í seilingarfjarlægð. Annars munt þú líklega brjálast. Niðurstaða: Skemmtileg en helst til dæmigerð. Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Wreck-It Ralph Leikstjórn: Rich Moore. Leikarar: John C. Reilly, Sarah Silverman, Jack McBrayer, Jane Lynch, Alan Tudyk. Í spilasal herra Litwaks láta tölvuleikjapersónurnar að stjórn spilaranna á opnunartíma, en eftir lokun sinna þær einkalífinu. Sumar fara á fund í stuðningsgrúppunni sinni og aðrar fara á barinn. Wreck-It Ralph starfar sem illmenni í leiknum Fix-It Felix, Jr. en í lok vinnudagsins er hann enn þá litinn hornauga af öðrum persónum leiksins. Þrátt fyrir starfið er hann góðhjartaður en býr aleinn á ruslahaug og á enga vini. Að lokum fær hann nóg og ákveður að stinga af úr tölvuleiknum, og koma ekki aftur fyrr en hann hefur sannað ágæti sitt. Það fer að verða óþarfi að taka það fram hversu tæknilega vel gerðar tölvuteiknimyndir Disney eru. Wreck-It Ralph er engin undantekning og það er hrein unun að gleyma sér í litadýrðinni og öllum glæsilegu smáatriðunum sem tæknideildin hefur nostrað við. Nær helmingur myndarinnar gerist í tölvuleik að nafni Sugar Rush, eins konar stafrænu sælgætislandi þar sem hina barnungu Vanellope von Schweetz dreymir um að keppa í kappakstri, og hætt er við að nammigrísir á borð við undirritaðan eigi eftir að sitja með sleftauminn hangandi úr skoltinum allan tímann. Og ekki vantar hressleikann. Við fáum góðan skerf af húmor, æsilegan kappakstur og fullt af sígildum tölvuleikjapersónum í feluhlutverkum. En það vantar einhvern neista. Ekki er við leikarana að sakast. John C. Reilly og Sarah Silverman skila sínu og gott betur. Mig grunar að vandamálið sé að finna í handritinu. Hugmyndin er frábær en framkvæmdin aðeins of dæmigerð. Þá er takturinn misjafn og myndin langdregin á köflum. En skemmtanagildið er til staðar og ég mæli sterklega með því að sælgæti sé haft í seilingarfjarlægð. Annars munt þú líklega brjálast. Niðurstaða: Skemmtileg en helst til dæmigerð.
Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira