Fínasta tæknópopp Trausti Júlíusson skrifar 15. nóvember 2012 00:01 Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton Gagnrýni Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton
Gagnrýni Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira