Fínasta tæknópopp Trausti Júlíusson skrifar 15. nóvember 2012 00:01 Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton
Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira