Jólaís Auðar 6. desember 2012 13:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir hefur prófað sig áfram með ísuppskriftir og setti saman súkkulaðiís með fræjum fyrir jólaborðið. MYND/GVA Auður Ösp Guðmundsdóttir vöruhönnuður hefur rannsakað ís og ísgerð undanfarin misseri, en hún er meðal annarra höfundurinn á bak við þjóðlega grjónagrautsísinn frá Læk í Flóa. Ég og Embla Vigfúsdóttir, samhönnuður minn, höfum rannsakað ís heilmikið og fundið upp á alls konar nýjum bragðtegundum, eins og gúrkusorbet, kruðer-ís og kleinuís. Við komum einnig upp með þjóðlegar hugmyndir eins og brennivínsís og harðfisksís, en að prufa allt það sem maður trúir varla að virki skapar oft bragðið sem kemur skemmtilegast á óvart," segir Auður Ösp Guðmundsdóttir vöruhönnuður, en þær Embla frumsýndu grjónagrautsís með brenndu kanilsmjöri á Hönnunarmars í vor sem þær unnu fyrir bændurna á Læk í Flóa. Auður er mikil tilraunamanneskja í eldhúsinu og segir minna mál en margir halda að búa til ís. "Það besta við ís er að hægt er að frysta nánast hvað sem er og það bragðast vel. Til að ísinn fái silkimjúka áferð nota ég sykur, eða skipti út hluta sykursins fyrir hunang, döðlur, kókosspæni, kókosolíu eða eitthvað annað sem mér dettur í hug til að mýkja hann. Ís er líka frábær úr hvers kyns mjólk, svo sem kókos-, soja- eða hrísmjólk, með eða án eggja, úr rauðum eða bara úr hvítum. Það er svo ótrúlega einfalt að búa til ís, svo miklu auðveldara en að baka. Ef blandan bragðast vel ófrosin getur ísinn varla klikkað." Auður heldur jólin með fjölskyldunni og segist ekki fastheldin á hefðir. Tilraunamennska einkenni jólamatseðilinn. "Þegar ég var lítil mátti ekkert breytast frá jólum til jóla en það er löngu liðið. Núna bjóðum við oft alls konar fólki í heimsókn, það er svo miklu hátíðlegra að vera mörg saman. Það eina sem haggast ekki er sjávarréttasúpa mömmu í forrétt og heit gráðostasósa út á aðalréttinn. Allt annað er tilraunaverkefni."Jólaís AuðarSkref 1100 g af súkkulaði brætt í 2 dl af mjólk.Leyft að kólna.Skref 24 eggjarauður þeyttar saman við 50 ml hrásykur og 2 msk. Cadbury-kakó.Blandað saman við súkkulaðiblönduna.Skref 3200 ml rjómi stífþeyttur.Kaldri blöndunni hellt út í rjómann og blandað varlega saman. Sett í frysti í nokkra klukkutíma, hræra þrisvar í ísnum á meðan hann er að frjósa.Fræ ofan á, breyta algerlega ísnum1 dl sesamfræ1 dl sólblómafræ0,5 tsk. salt í flögum, Saltverk eða Maldon.Allt saman svissað á heitri pönnu þar til það verður gullið og svo marið örlítið í mortéli svo hluti af fræjunum merjist. HönnunarMars Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jól Skotheld fegrunarráð fyrir jólin Jólin Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Kveikt á trénu í Smáralind Jól Vandræðalega mikið jólabarn Jól Bessastaðakökur Jól Frumsýning á jólamynd Jól
Auður Ösp Guðmundsdóttir vöruhönnuður hefur rannsakað ís og ísgerð undanfarin misseri, en hún er meðal annarra höfundurinn á bak við þjóðlega grjónagrautsísinn frá Læk í Flóa. Ég og Embla Vigfúsdóttir, samhönnuður minn, höfum rannsakað ís heilmikið og fundið upp á alls konar nýjum bragðtegundum, eins og gúrkusorbet, kruðer-ís og kleinuís. Við komum einnig upp með þjóðlegar hugmyndir eins og brennivínsís og harðfisksís, en að prufa allt það sem maður trúir varla að virki skapar oft bragðið sem kemur skemmtilegast á óvart," segir Auður Ösp Guðmundsdóttir vöruhönnuður, en þær Embla frumsýndu grjónagrautsís með brenndu kanilsmjöri á Hönnunarmars í vor sem þær unnu fyrir bændurna á Læk í Flóa. Auður er mikil tilraunamanneskja í eldhúsinu og segir minna mál en margir halda að búa til ís. "Það besta við ís er að hægt er að frysta nánast hvað sem er og það bragðast vel. Til að ísinn fái silkimjúka áferð nota ég sykur, eða skipti út hluta sykursins fyrir hunang, döðlur, kókosspæni, kókosolíu eða eitthvað annað sem mér dettur í hug til að mýkja hann. Ís er líka frábær úr hvers kyns mjólk, svo sem kókos-, soja- eða hrísmjólk, með eða án eggja, úr rauðum eða bara úr hvítum. Það er svo ótrúlega einfalt að búa til ís, svo miklu auðveldara en að baka. Ef blandan bragðast vel ófrosin getur ísinn varla klikkað." Auður heldur jólin með fjölskyldunni og segist ekki fastheldin á hefðir. Tilraunamennska einkenni jólamatseðilinn. "Þegar ég var lítil mátti ekkert breytast frá jólum til jóla en það er löngu liðið. Núna bjóðum við oft alls konar fólki í heimsókn, það er svo miklu hátíðlegra að vera mörg saman. Það eina sem haggast ekki er sjávarréttasúpa mömmu í forrétt og heit gráðostasósa út á aðalréttinn. Allt annað er tilraunaverkefni."Jólaís AuðarSkref 1100 g af súkkulaði brætt í 2 dl af mjólk.Leyft að kólna.Skref 24 eggjarauður þeyttar saman við 50 ml hrásykur og 2 msk. Cadbury-kakó.Blandað saman við súkkulaðiblönduna.Skref 3200 ml rjómi stífþeyttur.Kaldri blöndunni hellt út í rjómann og blandað varlega saman. Sett í frysti í nokkra klukkutíma, hræra þrisvar í ísnum á meðan hann er að frjósa.Fræ ofan á, breyta algerlega ísnum1 dl sesamfræ1 dl sólblómafræ0,5 tsk. salt í flögum, Saltverk eða Maldon.Allt saman svissað á heitri pönnu þar til það verður gullið og svo marið örlítið í mortéli svo hluti af fræjunum merjist.
HönnunarMars Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jól Skotheld fegrunarráð fyrir jólin Jólin Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Kveikt á trénu í Smáralind Jól Vandræðalega mikið jólabarn Jól Bessastaðakökur Jól Frumsýning á jólamynd Jól