Jólakort er hlý og fögur gjöf 5. desember 2012 14:00 Hafrún Ásta Hafsteinsdóttir kortagerðarkona og læðan Alía eins árs. Hún er tileygð og með skakkt skott en alveg jafn yndisleg og hún er öðruvísi, að sögn Hafrúnar. MYNDIR/VILHELM Hátíðlegasta stund jólanna rennur upp á heimili Hafrúnar Ástu Hafsteinsdóttur þegar jólakortin eru lesin á aðfangadagskvöld. Hafrún föndrar öll sín jólakort sjálf. Fallegar, hlýjar og persónulegar jólakveðjur taka jólapökkunum fram," segir Hafrún, sem er kennaranemi og föndrar tækifæriskort fyrir öll lífsins tilefni. „Ég elska jólakort og er alin upp við að opna jólakortin á eftir jólapökkunum á aðfangadagskvöld. Sú stund er töfrum hlaðin og tilheyrir að maula laufabrauð og drekka jólaöl yfir kortalestrinum á meðan börnin dunda sér við að skoða jólagjafirnar." Hafrún segir kort vera gjöf í sjálfu sér og hluta stærri gjafar þegar haft er fyrir því. „Það vex mörgum í augum að föndra eigin jólakort en það þarf ekki að vera flókið til að verða öðrum til gleði og augnayndis. Útfærslum og hugmyndum eru engin takmörk sett á meðan ímyndunaraflið fær að njóta sín og allt sem þarf er pappír, litir, gott lím, skæri og stimplar." Fyrir jólin föndrar Hafrún upp undir sjötíu jólakort fyrir sjálfa sig og ekkert þeirra eins. Orðspor hennar hefur farið víða og margir sem leita til hennar um gerð einstakra tækifæriskorta. „Ég heyri stundum að fólk tími ekki að henda jólakortunum mínum því í þeim liggur vinna og alúð. Ég legg mikla vinnu í kortin, bæði ytra byrði og texta, og rifja til dæmis upp góða minningu frá árinu, um góða samveru eða eftirminnilegan atburð. Með því verður kortið dýrmætara en ella." Hafrún hefur verið með föndur og handavinnu í höndunum síðan hún var barn. „Hugmyndirnar koma allsstaðar að, úr kollinum, af netinu eða úr umhverfinu. Á netinu eru margar spennandi scrap-síður eins og Scrapbook.is, þar sem leynast hugmyndir og ábendingar. Við kortagerð er líka gott að hafa viðtakandann í huga, hver áhugamál og persónueinkenni hans eru og skapa kortið út frá því." - þlg Sjá nánar Heimagerðukortin hennar Hafrúnar Ástu á Facebook. Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Veittu fjögurra milljóna styrk Jólin Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Pekanhnetu- og kökudeigsískaka Jól Rafræn jólakort Jólin Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól Sálmur 91 - Englakór frá himnahöll Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin
Hátíðlegasta stund jólanna rennur upp á heimili Hafrúnar Ástu Hafsteinsdóttur þegar jólakortin eru lesin á aðfangadagskvöld. Hafrún föndrar öll sín jólakort sjálf. Fallegar, hlýjar og persónulegar jólakveðjur taka jólapökkunum fram," segir Hafrún, sem er kennaranemi og föndrar tækifæriskort fyrir öll lífsins tilefni. „Ég elska jólakort og er alin upp við að opna jólakortin á eftir jólapökkunum á aðfangadagskvöld. Sú stund er töfrum hlaðin og tilheyrir að maula laufabrauð og drekka jólaöl yfir kortalestrinum á meðan börnin dunda sér við að skoða jólagjafirnar." Hafrún segir kort vera gjöf í sjálfu sér og hluta stærri gjafar þegar haft er fyrir því. „Það vex mörgum í augum að föndra eigin jólakort en það þarf ekki að vera flókið til að verða öðrum til gleði og augnayndis. Útfærslum og hugmyndum eru engin takmörk sett á meðan ímyndunaraflið fær að njóta sín og allt sem þarf er pappír, litir, gott lím, skæri og stimplar." Fyrir jólin föndrar Hafrún upp undir sjötíu jólakort fyrir sjálfa sig og ekkert þeirra eins. Orðspor hennar hefur farið víða og margir sem leita til hennar um gerð einstakra tækifæriskorta. „Ég heyri stundum að fólk tími ekki að henda jólakortunum mínum því í þeim liggur vinna og alúð. Ég legg mikla vinnu í kortin, bæði ytra byrði og texta, og rifja til dæmis upp góða minningu frá árinu, um góða samveru eða eftirminnilegan atburð. Með því verður kortið dýrmætara en ella." Hafrún hefur verið með föndur og handavinnu í höndunum síðan hún var barn. „Hugmyndirnar koma allsstaðar að, úr kollinum, af netinu eða úr umhverfinu. Á netinu eru margar spennandi scrap-síður eins og Scrapbook.is, þar sem leynast hugmyndir og ábendingar. Við kortagerð er líka gott að hafa viðtakandann í huga, hver áhugamál og persónueinkenni hans eru og skapa kortið út frá því." - þlg Sjá nánar Heimagerðukortin hennar Hafrúnar Ástu á Facebook.
Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Veittu fjögurra milljóna styrk Jólin Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Pekanhnetu- og kökudeigsískaka Jól Rafræn jólakort Jólin Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól Sálmur 91 - Englakór frá himnahöll Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin