Púslið sameinar fjölskylduna 30. nóvember 2012 12:00 Púslborðið verður oft miðpunktur alls á heimilinu um jólin og dregur fólk ósjálfrátt að sér. mynd/gva MYND/GVA Bára Hlín Erlingsdóttir og Einar Magnússon búa í Breiðholtinu ásamt þremur börnum sínum. Á jólunum safnast fjölskyldan venjulega saman við borðstofuborðið og raðar saman púslum af mikilli einbeitingu. Einar og Bára hafa verið saman frá því þau voru 15 ára. Saman eiga þau þrjú börn, Eriku þriggja ára, Kristu 12 ára og Arnór Erling 17 ára. Á æskuheimili Báru var sú hefð höfð að púsla á jólunum. Einar og Bára tóku svo jólapúslhefðina með sér er þau hófu búskap.Stöðug þróun „Í byrjun vorum við bara í þessum hefðbundnu púslum, með alls konar myndum og teiknimyndagríni. Núna púslum við nær eingöngu Wasgij-púsl. En þau eru öðruvísi að því leyti að þá er maður ekki með myndina fyrir framan sig heldur aðeins vísbendingu. Kannski er mynd utan á kassanum af fólki sem er að horfa á eitthvað sem ekki er sýnt og það sem þau eru að horfa á er einmitt það sem á að púsla. Svo eru líka til framtíðarpúsl en þau eru þannig að sýnd er mynd af stað og gefið upp ártal, sem er kannski 1975. Myndin sem á að púsla er svo af sama stað nema þrjátíu árum síðar. Þá verður maður að geta í eyðurnar. Búið er að endurgera húsin, fólkið hefur elst og svo framvegis,“ segir Bára Hlín. Allir fá að komast að þó þeir séu litlir og kannski ekki alveg tilbúnir í jafn flókin púsl og Wasgij. En það kemur ekki í veg fyrir að þeir reyni. „Erika litla komst í púslið í fyrra og ruslaði því öllu ofan í kassann þegar við vorum komin sæmilega áleiðis. Það fór ekki vel í Kristu systur hennar, sem fór bara að skæla, enda metnaðurinn mikill og töluverð vinna farin fyrir bí. Annars er Erika litla alveg sjúk í púsl og púslar Latabæjarpúsl, Barbapabbapúsl og fleiri af miklum móð. Ætli hún sé ekki með þetta púslgen eins og restin af fjölskyldunni.“Púsl að gjöf Á hverjum jólum leynast ný púsl í jólapökkum fjölskyldunnar og allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. „Við gefum mömmu og pabba alltaf púsl og þau láta krakkana okkar gefa okkur. Þá eru allir með ný púsl um jólin. Við förum til þeirra á aðfangadagskvöld og hjá okkur eru engin matarboð svo borðstofuborðið er ávallt undirlagt af púslinu öll jólin.“Miðpunktur heimilisins Púslborðið verður oft miðpunktur heimilisins um jólin og dregur fólk ósjálfrátt að. „Stundum erum við öll fimm við borðið en stundum bara einn og allt þar á milli. Eins skiptum við oft með okkur verkum, einn sér um að gera rammann og annar hornin, einn finnur mynd af bíl og svo framvegis. Þetta er því ágætis æfing í samvinnu. Það er bara eitt markmið; að klára púslið. Ef gestir koma í heimsókn enda þeir ætíð á því að spreyta sig smá á púslinu. Meira að segja sjónvarpið á ekki séns í púslið.“ - vg Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Jólalegt í Fjölskyldu- og húsdýrag Jól Nú skal segja Jól Simmi: Hreindýralundir og jólaís Jólin Kveikjum einu kerti á Jól
Bára Hlín Erlingsdóttir og Einar Magnússon búa í Breiðholtinu ásamt þremur börnum sínum. Á jólunum safnast fjölskyldan venjulega saman við borðstofuborðið og raðar saman púslum af mikilli einbeitingu. Einar og Bára hafa verið saman frá því þau voru 15 ára. Saman eiga þau þrjú börn, Eriku þriggja ára, Kristu 12 ára og Arnór Erling 17 ára. Á æskuheimili Báru var sú hefð höfð að púsla á jólunum. Einar og Bára tóku svo jólapúslhefðina með sér er þau hófu búskap.Stöðug þróun „Í byrjun vorum við bara í þessum hefðbundnu púslum, með alls konar myndum og teiknimyndagríni. Núna púslum við nær eingöngu Wasgij-púsl. En þau eru öðruvísi að því leyti að þá er maður ekki með myndina fyrir framan sig heldur aðeins vísbendingu. Kannski er mynd utan á kassanum af fólki sem er að horfa á eitthvað sem ekki er sýnt og það sem þau eru að horfa á er einmitt það sem á að púsla. Svo eru líka til framtíðarpúsl en þau eru þannig að sýnd er mynd af stað og gefið upp ártal, sem er kannski 1975. Myndin sem á að púsla er svo af sama stað nema þrjátíu árum síðar. Þá verður maður að geta í eyðurnar. Búið er að endurgera húsin, fólkið hefur elst og svo framvegis,“ segir Bára Hlín. Allir fá að komast að þó þeir séu litlir og kannski ekki alveg tilbúnir í jafn flókin púsl og Wasgij. En það kemur ekki í veg fyrir að þeir reyni. „Erika litla komst í púslið í fyrra og ruslaði því öllu ofan í kassann þegar við vorum komin sæmilega áleiðis. Það fór ekki vel í Kristu systur hennar, sem fór bara að skæla, enda metnaðurinn mikill og töluverð vinna farin fyrir bí. Annars er Erika litla alveg sjúk í púsl og púslar Latabæjarpúsl, Barbapabbapúsl og fleiri af miklum móð. Ætli hún sé ekki með þetta púslgen eins og restin af fjölskyldunni.“Púsl að gjöf Á hverjum jólum leynast ný púsl í jólapökkum fjölskyldunnar og allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. „Við gefum mömmu og pabba alltaf púsl og þau láta krakkana okkar gefa okkur. Þá eru allir með ný púsl um jólin. Við förum til þeirra á aðfangadagskvöld og hjá okkur eru engin matarboð svo borðstofuborðið er ávallt undirlagt af púslinu öll jólin.“Miðpunktur heimilisins Púslborðið verður oft miðpunktur heimilisins um jólin og dregur fólk ósjálfrátt að. „Stundum erum við öll fimm við borðið en stundum bara einn og allt þar á milli. Eins skiptum við oft með okkur verkum, einn sér um að gera rammann og annar hornin, einn finnur mynd af bíl og svo framvegis. Þetta er því ágætis æfing í samvinnu. Það er bara eitt markmið; að klára púslið. Ef gestir koma í heimsókn enda þeir ætíð á því að spreyta sig smá á púslinu. Meira að segja sjónvarpið á ekki séns í púslið.“ - vg
Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Jólalegt í Fjölskyldu- og húsdýrag Jól Nú skal segja Jól Simmi: Hreindýralundir og jólaís Jólin Kveikjum einu kerti á Jól