Nær sér í jólin í aftansöng 30. nóvember 2012 11:00 Borðbúnaður Sigurveigar er allur danskur. Dúkur og tauservíettur eru frá Georg Jensen Damask og hnífapörin frá Georg Jensen, sem er annað og yngra fyrirtæki. Hnífapörin eru úr silfri og eini borðbúnaðurinn sem Georg Jensen hannaði sjálfur. Matarstellið er jólastell frá Royal Copenhagen og þaðan eru stytturnar og jólatrén líka. Stóru kertastjakarnir eru frá Georg Jensen og öll glös á borðinu frá Holmegaard. MYNDIR/VILHELM Sigurveig Lúðvíksdóttir í Kúnígúnd er konan sem fyrir þrjátíu árum kynnti jólaóróa Georgs Jensen fyrir Íslendingum. Hún segir einfaldasta mat verða að sannri lystisemd á fallegum borðbúnaði. Það er sama hversu ung eða gömul manneskjan er. Um leið og hún sér fallegan hlut sem tengist jólum fær hún glampa í augun og hugurinn reikar til æskujóla eða fagurra minninga frá jólum," segir Sigurveig þar sem hún leggur á borð sitt gullfallegt jólaskart sem hún hefur sérvalið í verslun sína síðastliðin þrjátíu ár og er eitt dýrmætasta stofustáss í jólaskreyttum stofum íslensku þjóðarinnar. Þar á meðal eru jólaflöskur frá Holmegaard og jólaórói Georgs Jensen sem Sigurveig kynnti fyrst til sögunnar 1984 og hefur allar götur síðan verið eftirsóttasti söfnunargripur íslenskra jólaskrautsunnenda. „Fólk kann að meta þessar vörur því þær höfða til okkar sem skandinavísk listhönnun eins og hún gerist best. Það þarf hins vegar ekki fullt hús af henni og nóg að setja bara forréttardisk ofan á hvítan matardisk til að fá allt annað og hátíðlegra yfirbragð á jólaborðið," segir Sigurveig og tekur fram gullfallegt jólastell frá Royal Copenhagen. „Á jólum leggur fólk sig fram við að velja það allra besta í mat og drykk og allt á að vera hreint og fínt. Því tilheyrir að leggja fallega á veisluborð jólanna og má ekki þykja nógu gott að kasta til höndum. Allir njóta þess að koma að fagurskreyttu borði og ákveðin lífskúnst að njóta fagurrar framsetningu og matar með fallegum borðbúnaði. Það gefur aðra tilfinningu en að setjast við borð með blettóttum dúk eða skörðóttum glösum." Þegar Sigurveig hefur lokað dyrum búða sinna á aðfangadag fer hún heim og skreytir jólatréð. „Hver og einn býr til sín eigin jól og okkar eru alltaf notaleg. Eftir að hafa skreytt jólatréð fer ég í aftansöng í Dómkirkjunni til að ná mér í jólin. Þegar heim kemur eldum við hjónin humar sem við snæðum með tómatsalati og ristuðu brauði og drekkum með gott hvítvín. Síðan er ég svo dönsk í mér að lýsa upp jólatréð með lifandi kertum og slekk öll rafmagnsljós til að horfa og taka upp jólagjafirnar í bjarma kertaljósa," segir Sigurveig, sem fer snemma í háttinn á jólanótt. „Á jóladag fæ ég stórfjölskylduna í hangikjöt og laufabrauð sem við skárum út saman og steiktum á aðventunni. Hún telur hátt í þrjátíu manns og það er yndisleg jólastund." - þlg Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Góð bók og nart Jól Þrettán dagar jóla Jól
Sigurveig Lúðvíksdóttir í Kúnígúnd er konan sem fyrir þrjátíu árum kynnti jólaóróa Georgs Jensen fyrir Íslendingum. Hún segir einfaldasta mat verða að sannri lystisemd á fallegum borðbúnaði. Það er sama hversu ung eða gömul manneskjan er. Um leið og hún sér fallegan hlut sem tengist jólum fær hún glampa í augun og hugurinn reikar til æskujóla eða fagurra minninga frá jólum," segir Sigurveig þar sem hún leggur á borð sitt gullfallegt jólaskart sem hún hefur sérvalið í verslun sína síðastliðin þrjátíu ár og er eitt dýrmætasta stofustáss í jólaskreyttum stofum íslensku þjóðarinnar. Þar á meðal eru jólaflöskur frá Holmegaard og jólaórói Georgs Jensen sem Sigurveig kynnti fyrst til sögunnar 1984 og hefur allar götur síðan verið eftirsóttasti söfnunargripur íslenskra jólaskrautsunnenda. „Fólk kann að meta þessar vörur því þær höfða til okkar sem skandinavísk listhönnun eins og hún gerist best. Það þarf hins vegar ekki fullt hús af henni og nóg að setja bara forréttardisk ofan á hvítan matardisk til að fá allt annað og hátíðlegra yfirbragð á jólaborðið," segir Sigurveig og tekur fram gullfallegt jólastell frá Royal Copenhagen. „Á jólum leggur fólk sig fram við að velja það allra besta í mat og drykk og allt á að vera hreint og fínt. Því tilheyrir að leggja fallega á veisluborð jólanna og má ekki þykja nógu gott að kasta til höndum. Allir njóta þess að koma að fagurskreyttu borði og ákveðin lífskúnst að njóta fagurrar framsetningu og matar með fallegum borðbúnaði. Það gefur aðra tilfinningu en að setjast við borð með blettóttum dúk eða skörðóttum glösum." Þegar Sigurveig hefur lokað dyrum búða sinna á aðfangadag fer hún heim og skreytir jólatréð. „Hver og einn býr til sín eigin jól og okkar eru alltaf notaleg. Eftir að hafa skreytt jólatréð fer ég í aftansöng í Dómkirkjunni til að ná mér í jólin. Þegar heim kemur eldum við hjónin humar sem við snæðum með tómatsalati og ristuðu brauði og drekkum með gott hvítvín. Síðan er ég svo dönsk í mér að lýsa upp jólatréð með lifandi kertum og slekk öll rafmagnsljós til að horfa og taka upp jólagjafirnar í bjarma kertaljósa," segir Sigurveig, sem fer snemma í háttinn á jólanótt. „Á jóladag fæ ég stórfjölskylduna í hangikjöt og laufabrauð sem við skárum út saman og steiktum á aðventunni. Hún telur hátt í þrjátíu manns og það er yndisleg jólastund." - þlg
Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Góð bók og nart Jól Þrettán dagar jóla Jól