Rjúpur og rómantík 30. nóvember 2012 13:00 Sirrý og Kristján eiga yfir tuttugu ára sögu um jólahald fjölskyldunnar. Stundum hefur sitthvað óvænt komið upp á og Sirrý segir það skemmtilegast við jólin. "Mér er þvert um geð að hafa allt fullkomið því þannig er ég ekki sjálf. Minningin um eitthvað sem fór úrskeiðis er iðulega það sem stendur upp úr.“ MYND/STEFÁN Í huga Sigríðar Arnardóttur fjölmiðlakonu er angan af lyngi, sarpi og rjúpu hinn eini sanni jólailmur. Ástæðan er rómantískur verknaður hennar og Kristjáns Franklíns Magnús á fyrstu jólunum þeirra saman. Ein fegursta minning jólanna tengist aðfangadegi í þvottahúsinu hjá tengdamömmu. Þá vorum við Kristján nýbúin að kynnast og sátum tvö, yfir okkur ástfangin, við að reyta rjúpur fyrir tengdó með tilheyrandi kossaflangsi," segir Sirrý og hnusar brosandi út í loftið við minninguna. „Ég finn enn þessa sömu sætu angan og fylgdi rómantíkinni í loftinu og þykir angan af lyngi, sarpi og rjúpu hin eina sanna jólalykt." Þau Sirrý og Kristján héldu fyrstu jólin sín saman þegar þau voru nýflutt í hús sitt og Sirrý var kasólétt af frumburði þeirra hjóna. „Þá buðum við fjölskyldum okkar beggja í mat og mér var mikið í mun að sanna mig sem húsfreyju. Þegar undirbúningur jólamatarins stóð hvað hæst og risastór steikin átti að fara í ofninn bilaði bakaraofninn og nú voru góð ráð dýr," segir Sirrý sem í óðagoti hringdi árangurslaust í raftækjaverslanir og viðgerðarmenn í von um að bjarga jólasteikinni. „Þegar rann upp fyrir mér að steikin yrði ekki elduð heima fann ég streituna ná tökum á mér. Við tóku milljón ferðir um Vesturbæinn með jólamatseldina til tengdamömmu og mér voru að fallast hendur. Þá mundi ég eftir nákomnum manni sem skildi við konu sína á Þorláksmessu og börn þeirra í sárum. Við það varð strax viðhorfsbreyting og ég hætti að stressa mig því ég skynjaði að bakaraofninn væri ekkert vandamál í samanburði. Útkoman varð enda ljómandi matur og dásamleg jólahátíð," segir Sirrý sem enn býður sömu gestunum í mat um jól og áramót. „Nú er komin tuttugu ára hefð á jólahald okkar Kristjáns og fastir liðir sem fólk reiknar með eins og samkvæmisleikir. Við reyndum ein jólin að sleppa leikjunum en það endaði í tómum vonbrigðum hjá gestunum sem mættu að venju fullir tilhlökkunar," segir hún hlæjandi. Önnur jól Sirrýjar og Kristjáns enduðu einnig heldur óvænt en þá var frumburður þeirra fæddur. „Þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin vorum við hjónin greinilega þreytt eftir ungbarnastúss um nætur og þegar Kristján hvarf niður frá borðhaldinu til að stinga snuddu upp í rumskandi drenginn kom hann ekki upp aftur. Gestirnir fóru að leiða getum að því að heimilisfaðirinn hefði sofnað með barninu en ég hélt nú ekki. Á endanum fór ég niður til að athuga málið og viti menn, Kristján var steinsofnaður á milli rétta!" Sirrý segir jólahaldið ekki eiga að vera eins og Disney-glansmynd þar sem allt er fullkomið. „Þannig er lífið sjálft ekki og alvöru fjölskyldulíf þar sem allt getur gerst gefur lífinu lit. Við gerum líf okkar stundum of flókið en þegar maður lítur til baka standa svona sögur upp úr og gefa jólunum gildi og fagrar minningar." - þlg Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Jólalegt í Fjölskyldu- og húsdýrag Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Prúðbúin jólakrútt Jólin Bjart er yfir Betlehem Jól
Í huga Sigríðar Arnardóttur fjölmiðlakonu er angan af lyngi, sarpi og rjúpu hinn eini sanni jólailmur. Ástæðan er rómantískur verknaður hennar og Kristjáns Franklíns Magnús á fyrstu jólunum þeirra saman. Ein fegursta minning jólanna tengist aðfangadegi í þvottahúsinu hjá tengdamömmu. Þá vorum við Kristján nýbúin að kynnast og sátum tvö, yfir okkur ástfangin, við að reyta rjúpur fyrir tengdó með tilheyrandi kossaflangsi," segir Sirrý og hnusar brosandi út í loftið við minninguna. „Ég finn enn þessa sömu sætu angan og fylgdi rómantíkinni í loftinu og þykir angan af lyngi, sarpi og rjúpu hin eina sanna jólalykt." Þau Sirrý og Kristján héldu fyrstu jólin sín saman þegar þau voru nýflutt í hús sitt og Sirrý var kasólétt af frumburði þeirra hjóna. „Þá buðum við fjölskyldum okkar beggja í mat og mér var mikið í mun að sanna mig sem húsfreyju. Þegar undirbúningur jólamatarins stóð hvað hæst og risastór steikin átti að fara í ofninn bilaði bakaraofninn og nú voru góð ráð dýr," segir Sirrý sem í óðagoti hringdi árangurslaust í raftækjaverslanir og viðgerðarmenn í von um að bjarga jólasteikinni. „Þegar rann upp fyrir mér að steikin yrði ekki elduð heima fann ég streituna ná tökum á mér. Við tóku milljón ferðir um Vesturbæinn með jólamatseldina til tengdamömmu og mér voru að fallast hendur. Þá mundi ég eftir nákomnum manni sem skildi við konu sína á Þorláksmessu og börn þeirra í sárum. Við það varð strax viðhorfsbreyting og ég hætti að stressa mig því ég skynjaði að bakaraofninn væri ekkert vandamál í samanburði. Útkoman varð enda ljómandi matur og dásamleg jólahátíð," segir Sirrý sem enn býður sömu gestunum í mat um jól og áramót. „Nú er komin tuttugu ára hefð á jólahald okkar Kristjáns og fastir liðir sem fólk reiknar með eins og samkvæmisleikir. Við reyndum ein jólin að sleppa leikjunum en það endaði í tómum vonbrigðum hjá gestunum sem mættu að venju fullir tilhlökkunar," segir hún hlæjandi. Önnur jól Sirrýjar og Kristjáns enduðu einnig heldur óvænt en þá var frumburður þeirra fæddur. „Þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin vorum við hjónin greinilega þreytt eftir ungbarnastúss um nætur og þegar Kristján hvarf niður frá borðhaldinu til að stinga snuddu upp í rumskandi drenginn kom hann ekki upp aftur. Gestirnir fóru að leiða getum að því að heimilisfaðirinn hefði sofnað með barninu en ég hélt nú ekki. Á endanum fór ég niður til að athuga málið og viti menn, Kristján var steinsofnaður á milli rétta!" Sirrý segir jólahaldið ekki eiga að vera eins og Disney-glansmynd þar sem allt er fullkomið. „Þannig er lífið sjálft ekki og alvöru fjölskyldulíf þar sem allt getur gerst gefur lífinu lit. Við gerum líf okkar stundum of flókið en þegar maður lítur til baka standa svona sögur upp úr og gefa jólunum gildi og fagrar minningar." - þlg
Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Jólalegt í Fjölskyldu- og húsdýrag Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Prúðbúin jólakrútt Jólin Bjart er yfir Betlehem Jól