Miklar framfarir frá fyrri plötunni Trausti Júlíusson skrifar 1. desember 2012 06:00 Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra. Gagnrýni Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra.
Gagnrýni Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira