Sigurður á slóðum Buena Vista Trausti Júlíusson skrifar 6. desember 2012 12:00 Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli Gagnrýni Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli
Gagnrýni Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira