Þrotabú Landsbanka Íslands tilkynnti á fimmtudagskvöld um sölu á um 60 prósenta hlut sínum í breska félaginu Aurum Holdings Limited, en Aurum á verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Kaupandinn er bandaríski fjárfestingasjóðurinn Apollo Global Management. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en breskir fjölmiðlar hafa talið að heildarvirði félagsins sé um 36,3 milljarðar króna. Miðað við það verð hefur þrotabú bankans fengið tæpa 22 milljarða króna fyrir hlut sinn. Don McCarthy, sem var einnig stór eigandi í Aurum, hættir sem stjórnarformaður.
Bankinn eignaðist hlutinn þegar búið tók yfir BG Holding, þá dótturfélag Baugs. Aurum var endurfjármagnað árið 2009 þar sem skuldum upp á 8,5 milljarða króna var breytt í nýtt hlutafé auk þess sem Aurum fékk nýtt lán upp á um tvo milljarða króna. Reksturinn hefur batnað til muna eftir þetta og jókst hagnaður hennar um 53 prósent á rekstrarárinu 2011.
Landsbankinn selur Aurum

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent


Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent