Útgerðarmenn innheimta 92% veiðigjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 15:00 Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða. Síðan framsalið var leyft hefur sjávarútvegurinn í heild skilað 20-30% af tekjum upp í afskriftir og fjármagn. Síðan 2008 hefur framlegðin verið um 30%. Hvert kg af þorski sem dregið er upp úr sjó skilar að lokum 350-400 kr. í tekjur. Ýsan gefur heldur meira af sér, eða um 400 kr. Ef gert er ráð fyrir 400 kr. tekjum og 30% framlegð eru 120 kr. eftir af hverju kílói af þorski til þess að standa undir afskriftum, fjármagnskostnaði og arði. Veiðigjaldið núna er 33 kr. sem er aðeins fjórðungurinn af 120 kr. framlegðinni, 87 kr. halda útgerðarmenn eftir. Gjaldið verður eftir 4 ár 52% af framlegðinni eða 62 kr. Þá verða eftir 58 kr. til útvegsmanna eða nærri 15% af tekjunum. Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði. Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða. Síðan framsalið var leyft hefur sjávarútvegurinn í heild skilað 20-30% af tekjum upp í afskriftir og fjármagn. Síðan 2008 hefur framlegðin verið um 30%. Hvert kg af þorski sem dregið er upp úr sjó skilar að lokum 350-400 kr. í tekjur. Ýsan gefur heldur meira af sér, eða um 400 kr. Ef gert er ráð fyrir 400 kr. tekjum og 30% framlegð eru 120 kr. eftir af hverju kílói af þorski til þess að standa undir afskriftum, fjármagnskostnaði og arði. Veiðigjaldið núna er 33 kr. sem er aðeins fjórðungurinn af 120 kr. framlegðinni, 87 kr. halda útgerðarmenn eftir. Gjaldið verður eftir 4 ár 52% af framlegðinni eða 62 kr. Þá verða eftir 58 kr. til útvegsmanna eða nærri 15% af tekjunum. Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði. Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar