„Við erum reykingaþjóð“ Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Árið 1989 reyktu 32% Íslendinga og 366 dauðsföll á ári mátti rekja beint til reykinga. Árið 2011 var hlutfallið komið niður í 14,5% og dauðsföll á ári 263. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, farið var í markvissar aðgerðir og átak gert í forvarnarstarfi af því að við vildum ekki vera reykingaþjóð. Enginn stóð upp og sagði: „Við erum reykingaþjóð“ eða „Þjóðin hefur valið sígarettuna!“ Flestir sáu það að reykingar voru orðnar gríðarlegt heilsufarsvandamál og að óbreytt ástand væri ekki í boði. Á Íslandi þjást 19% karla og 23% kvenna af offitu. Þessi árangur skilar okkur 6. sæti á heimslistanum yfir feitustu þjóðirnar. Árið 1990 voru þessar tölur töluvert aðrar, en þá var þessi hópur 7% karla og 9% kvenna. Íslendingar hreyfa sig auk þess alltof lítið og auka þannig enn á hættu á sjúkdómum tengdum ofeldi og hreyfingarleysi. Árið 1990 var einkabílaeign landsmanna 470 bílar á hverja 1.000 íbúa, fólk gekk og notaði almenningssamgöngur meira. Árið 2011 var einkabílaeignin komin í 650 bíla á hverja 1.000 íbúa og 72% allra ferða í borginni voru farnar á einkabíl. Vitundarvakning Ákveðin vitundarvakning hefur orðið upp á síðkastið á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfingarleysi veldur nú eins mörgum dauðsföllum í heiminum og reykingar. Talið er að 5,3 milljónir láti lífið árlega í heiminum af völdum hreyfingarleysis og hreyfingarleysi er flokkað sem faraldur. Það þarf ekki mikið til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum hreyfingarleysis. Talið er að þrjátíu mínútur af göngu á dag nægi til að sporna við alvarlegustu afleiðingunum. Þessar þrjátíu mínútur mega skiptast upp í tvo til þrjá styttri göngutúra. Það er ekki eðlilegt að við segjum stolt „Við erum bílaþjóð“ vitandi það hversu slæm áhrif þessi óhóflega bílnotkun er að hafa á okkar heilsu. Við eigum ekki að vera stolt af því að vera feit og óheilbrigð, við eigum ekki að vera stolt af þeim ótímabæru dauðsföllum sem verða á hverju ári. Meirihlutinn í Reykjavík hefur verið sakaður um að vera í aðför að einkabílnum. Valdar götur í miðborginni hafa orðið göngugötur, fjárfest hefur verið í hjólastígum og gjaldskylda á bílastæðum hefur verið aukin. Nú tölum við fyrir breyttum ferðavenjum í tengslum við uppbyggingu nýs spítala og þar verða öll stæði gjaldskyld. Reykjavíkurborg sem stjórnvald á að þora að grípa inn í og fara í aðgerðir til þess að fólk gangi og hjóli meira. Það þarf kannski ekki að fara í aðför að einkabílnum, en það þarf að fara í aðför að þessari alltof miklu notkun. Við erum ekki bílaþjóð frekar en að við erum reykingaþjóð. Við eigum að vilja vera heilbrigð þjóð sem gefur fólki tækifæri á að lifa heilbrigðu lífi í heilbrigðu umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1989 reyktu 32% Íslendinga og 366 dauðsföll á ári mátti rekja beint til reykinga. Árið 2011 var hlutfallið komið niður í 14,5% og dauðsföll á ári 263. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, farið var í markvissar aðgerðir og átak gert í forvarnarstarfi af því að við vildum ekki vera reykingaþjóð. Enginn stóð upp og sagði: „Við erum reykingaþjóð“ eða „Þjóðin hefur valið sígarettuna!“ Flestir sáu það að reykingar voru orðnar gríðarlegt heilsufarsvandamál og að óbreytt ástand væri ekki í boði. Á Íslandi þjást 19% karla og 23% kvenna af offitu. Þessi árangur skilar okkur 6. sæti á heimslistanum yfir feitustu þjóðirnar. Árið 1990 voru þessar tölur töluvert aðrar, en þá var þessi hópur 7% karla og 9% kvenna. Íslendingar hreyfa sig auk þess alltof lítið og auka þannig enn á hættu á sjúkdómum tengdum ofeldi og hreyfingarleysi. Árið 1990 var einkabílaeign landsmanna 470 bílar á hverja 1.000 íbúa, fólk gekk og notaði almenningssamgöngur meira. Árið 2011 var einkabílaeignin komin í 650 bíla á hverja 1.000 íbúa og 72% allra ferða í borginni voru farnar á einkabíl. Vitundarvakning Ákveðin vitundarvakning hefur orðið upp á síðkastið á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfingarleysi veldur nú eins mörgum dauðsföllum í heiminum og reykingar. Talið er að 5,3 milljónir láti lífið árlega í heiminum af völdum hreyfingarleysis og hreyfingarleysi er flokkað sem faraldur. Það þarf ekki mikið til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum hreyfingarleysis. Talið er að þrjátíu mínútur af göngu á dag nægi til að sporna við alvarlegustu afleiðingunum. Þessar þrjátíu mínútur mega skiptast upp í tvo til þrjá styttri göngutúra. Það er ekki eðlilegt að við segjum stolt „Við erum bílaþjóð“ vitandi það hversu slæm áhrif þessi óhóflega bílnotkun er að hafa á okkar heilsu. Við eigum ekki að vera stolt af því að vera feit og óheilbrigð, við eigum ekki að vera stolt af þeim ótímabæru dauðsföllum sem verða á hverju ári. Meirihlutinn í Reykjavík hefur verið sakaður um að vera í aðför að einkabílnum. Valdar götur í miðborginni hafa orðið göngugötur, fjárfest hefur verið í hjólastígum og gjaldskylda á bílastæðum hefur verið aukin. Nú tölum við fyrir breyttum ferðavenjum í tengslum við uppbyggingu nýs spítala og þar verða öll stæði gjaldskyld. Reykjavíkurborg sem stjórnvald á að þora að grípa inn í og fara í aðgerðir til þess að fólk gangi og hjóli meira. Það þarf kannski ekki að fara í aðför að einkabílnum, en það þarf að fara í aðför að þessari alltof miklu notkun. Við erum ekki bílaþjóð frekar en að við erum reykingaþjóð. Við eigum að vilja vera heilbrigð þjóð sem gefur fólki tækifæri á að lifa heilbrigðu lífi í heilbrigðu umhverfi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun