Lífið við endalok heimsins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 12. desember 2012 10:30 Steinskrípin eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Bækur. Steinskrípin. Gunnar Theodór Eggertsson. Vaka Helgafell. Árið 2008 hlaut Gunnar Theodór Eggertsson Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir fyrstu bók sína, Steindýrin, sem sagði ævintýri þriggja barna sem álpast í hulduheima eftir að dýrin í þorpinu byrja að breytast í steinstyttur. Til að leysa dýrin og heiminn allan úr álögum vekja börnin ævafornt skrímsli úr dvala. Þessi ákvörðun á eftir að reynast afdrifarík, eins og lesendur kynnast í framhaldssögunni sem kemur út þessi jólin, Steinskrípunum. „Landið var litlaust og kalt svo langt sem augað eygði." Svo hefst nýja skáldsaga Gunnars. Hrollur fer um lesendur við upphaf bókar, þegar piltur vaknar skyndilega til lífsins og starir í kringum sig og sér ekkert nema steina. Jörðin er köld og grá, hvergi sjást fuglar á flugi eða dýr á kreiki og vindurinn ýlfrar um klettana. Bergur, reykvískur drengur í heimsókn í sveitinni, ráfar um grágrýtið þar til hann finnur afa sinn og ömmu steinrunnin í steingerðum bæ. Þegar skelfilegt skrímsli, með þrjá kjafta og fimm augu á stilkum og óteljandi slímuga anga, ræðst á Berg kemur dularfull ung stúlka honum til bjargar og drepur skrímslið með vígalegu sverði. Hlín er barnabarn Erlu sem lék eitt aðalhlutverkið í fyrri bókinni. Hlín er alin upp í steingerðum heimi. Áður en hún fæddist voru skelfileg álög lögð yfir veröldina, heimurinn allur, fólkið, dýrin og náttúran urðu að steini og aðeins örfáir menn komust undan með því að leita skjóls neðanjarðar, í byggðum huldufólks. Hlín hefur gengið yfir steinrunnið hafið frá meginlandinu alla leið til Íslands og leitar þar ömmu sinnar Erlu. Í hafurteski sínu er hún með bók sem ber með sér lausnina hvernig leysa megi veröldina úr álögum og sigrast á steinskrípunum. Það er ekki oft sem að ævintýrasögur koma mér á óvart, en Gunnari tókst það svo sannarlega hér. Bókin er mun betri en Steindýrin, þéttari og betur skrifuð. Söguþráðurinn er fléttaður úr minnum úr íslenskum þjóðsögum, erlendum hrollvekjum, framtíðarsögum, geimverutryllum og galdrasögum 17. aldarinnar, og afraksturinn er alveg einstaklega skemmtilegur. Ævintýrið um Berg, Hlín og steinskrípin er bæði kunnuglegt og afskaplega frumlegt. Siðferðislegar spurningar vakna við lestur bókarinnar, spurningar um tengsl mannsins við náttúruna, um tengsl iðnvædds samfélags við dýrin sem við slátrum til að halda í okkur lífi. Bergur elst upp í grasi gróinni veröld, en siðferðislega séð er hann steingervingur í samanburði við Hlín sem elst upp í steinrunnum heimi. Hlín ber svo mikla virðingu fyrir lífinu að hún sýnir jafnvel steinskrípunum hluttekningu. Ég hefði viljað að Gunnar hefði gengið lengra með siðferðislegar vangaveltur sínar í bókinni. Hann vekur upp stórar spurningar um stöðu mannsins í náttúrunni, en reynir ekki að svara þeim. Bókinni lýkur mjög skyndilega og lesendur sitja eftir agndofa... og já, spenntir að lesa bækur Gunnars í framtíðinni. Niðurstaða: Stórskemmtileg, spennandi, frumleg og hrollvekjandi saga sem vekur upp siðferðislegar spurningar um tengsl mannsins við náttúruna. Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Steinskrípin. Gunnar Theodór Eggertsson. Vaka Helgafell. Árið 2008 hlaut Gunnar Theodór Eggertsson Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir fyrstu bók sína, Steindýrin, sem sagði ævintýri þriggja barna sem álpast í hulduheima eftir að dýrin í þorpinu byrja að breytast í steinstyttur. Til að leysa dýrin og heiminn allan úr álögum vekja börnin ævafornt skrímsli úr dvala. Þessi ákvörðun á eftir að reynast afdrifarík, eins og lesendur kynnast í framhaldssögunni sem kemur út þessi jólin, Steinskrípunum. „Landið var litlaust og kalt svo langt sem augað eygði." Svo hefst nýja skáldsaga Gunnars. Hrollur fer um lesendur við upphaf bókar, þegar piltur vaknar skyndilega til lífsins og starir í kringum sig og sér ekkert nema steina. Jörðin er köld og grá, hvergi sjást fuglar á flugi eða dýr á kreiki og vindurinn ýlfrar um klettana. Bergur, reykvískur drengur í heimsókn í sveitinni, ráfar um grágrýtið þar til hann finnur afa sinn og ömmu steinrunnin í steingerðum bæ. Þegar skelfilegt skrímsli, með þrjá kjafta og fimm augu á stilkum og óteljandi slímuga anga, ræðst á Berg kemur dularfull ung stúlka honum til bjargar og drepur skrímslið með vígalegu sverði. Hlín er barnabarn Erlu sem lék eitt aðalhlutverkið í fyrri bókinni. Hlín er alin upp í steingerðum heimi. Áður en hún fæddist voru skelfileg álög lögð yfir veröldina, heimurinn allur, fólkið, dýrin og náttúran urðu að steini og aðeins örfáir menn komust undan með því að leita skjóls neðanjarðar, í byggðum huldufólks. Hlín hefur gengið yfir steinrunnið hafið frá meginlandinu alla leið til Íslands og leitar þar ömmu sinnar Erlu. Í hafurteski sínu er hún með bók sem ber með sér lausnina hvernig leysa megi veröldina úr álögum og sigrast á steinskrípunum. Það er ekki oft sem að ævintýrasögur koma mér á óvart, en Gunnari tókst það svo sannarlega hér. Bókin er mun betri en Steindýrin, þéttari og betur skrifuð. Söguþráðurinn er fléttaður úr minnum úr íslenskum þjóðsögum, erlendum hrollvekjum, framtíðarsögum, geimverutryllum og galdrasögum 17. aldarinnar, og afraksturinn er alveg einstaklega skemmtilegur. Ævintýrið um Berg, Hlín og steinskrípin er bæði kunnuglegt og afskaplega frumlegt. Siðferðislegar spurningar vakna við lestur bókarinnar, spurningar um tengsl mannsins við náttúruna, um tengsl iðnvædds samfélags við dýrin sem við slátrum til að halda í okkur lífi. Bergur elst upp í grasi gróinni veröld, en siðferðislega séð er hann steingervingur í samanburði við Hlín sem elst upp í steinrunnum heimi. Hlín ber svo mikla virðingu fyrir lífinu að hún sýnir jafnvel steinskrípunum hluttekningu. Ég hefði viljað að Gunnar hefði gengið lengra með siðferðislegar vangaveltur sínar í bókinni. Hann vekur upp stórar spurningar um stöðu mannsins í náttúrunni, en reynir ekki að svara þeim. Bókinni lýkur mjög skyndilega og lesendur sitja eftir agndofa... og já, spenntir að lesa bækur Gunnars í framtíðinni. Niðurstaða: Stórskemmtileg, spennandi, frumleg og hrollvekjandi saga sem vekur upp siðferðislegar spurningar um tengsl mannsins við náttúruna.
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira