Eru friðarverðlaunin verðskulduð? Þorsteinn Pálsson skrifar 15. desember 2012 06:00 Friðarverðlaun Nobels hafa oft orðið kveikja að deilum. Ekki þurfti að koma á óvart að svo yrði einnig þegar tilkynnt var að Evrópusambandið hefði hlotið þau í ár. Hér heima hefur þessi ákvörðun gefið andstæðingum hugsanlegrar Evrópusambandsaðildar efni í örlítið hnútukast. Þetta vekur tvær spurningar. Sú fyrri er: Verðskuldar Evrópusambandið þessa sæmd? Sú síðari er: Hefur Ísland hag af því að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem stuðlar að friði? Óumdeilt er að friðarhugsjónin er rótin að stofnun Evrópusambandsins. Það voru hugsjónamenn sem trúðu því að frjáls viðskipti og jöfn samkeppnisstaða ríkja væri ein af forsendum sátta og samlyndis. Þetta var hins vegar ekki unnt að sanna fyrir fram með útreikningum. Eftir á sýnir reynslan lengsta friðartíma í Evrópu. Þá segja gagnrýnendurnir að friðurinn sé Atlantshafsbandalaginu að þakka. Sannarlega má ekki vanmeta mikilvægt hlutverk þess. Og viðurkenna verður að herstyrkur Bandaríkjanna hefur ráðið meir um árangur bandalagsins en varnarviðbúnaður Evrópuríkjanna sjálfra. En það breytir ekki hinu að sameiginlegar leikreglur um sameiginlega viðskiptahagsmuni hafa átt sinn ríka þátt í að varðveita friðinn; og þær vega þyngra nú en í byrjun. Stundum er því haldið fram að friðarhugsjón Evrópusamvinnunnar skipti ekki máli lengur með því að sú tíð sé liðin að menn hafi áhyggjur af stríði. Víst er að sá ótti ristir ekki jafn djúpt og fyrrum. En eftir sem áður þarf að beita þeim ráðum sem menn kunna best til þess að sá ótti haldi áfram að fjarlægjast. Góð reynsla af meðulunum gerir þau einfaldlega ekki óþörf.Íslenskir hagsmunir Það er kunn þverstæða að Ísland naut efnahagslegs ávinnings af síðari heimsstyrjöldinni meðan aðrar þjóðir sátu eftir í sárum. Það hafði þó engin áhrif á afstöðu flokkanna þriggja sem sameiginlega mótuðu utanríkisstefnu landsins í kjölfar ófriðarins. Þrátt fyrir hagnað af síðustu styrjöld hefur ríkt góð eining um að friður í Evrópu sé íslenskt hagsmunamál. Þeir hagsmunir eru annars vegar fólgnir í varnar- og öryggisráðstöfunum og hins vegar hlutdeild í ávöxtum frjálsra viðskipta. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur í áratugi viðurkennt að hún getur ekki vænst þess að búa við öryggi með bakhjarli í hervaldi nema með virkri þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. Í þeirri gagnrýni á friðarverðlaunin sem helgast af andstöðu við aðild að Evrópusambandinu endurspeglast hins vegar sú hugsun að Ísland eigi að njóta alls ávinnings af viðskiptafrelsi og sameiginlegum leikreglum á því sviði án fullrar aðildar. Þegar til þess er horft að sameiginlegar leikreglur um viðskiptafrelsi eru jafn mikilvægar fyrir frið og öryggi eins og sameiginlegar hervarnir virkar þessi tvískipta afstaða eins og tvískinnungur í hugsun. Auðvitað geta mikilvægir hagsmunir eins og krafan um full ráð yfir fiskimiðunum verið hindrun á leið að markmiðinu um fulla aðild. Þá er að beygja sig fyrir því. En verði unnt að ryðja þeirri hindrun úr vegi ættu fordómar ekki að útiloka samkvæmni í hugsun um slík grundvallaratriði utanríkisstefnunnar. Svar sumra við því er að segjast vilja efla samstarf við allar aðrar þjóðir en þær sem við eigum mest samskipti við. Það er ekki sannfærandi málflutningur.Ástæðulaus ólund Ýmsir hafa gagnrýnt friðarverðlaunin í ljósi þeirra miklu erfiðleika sem nú steðja að á fjármálamörkuðum í Evrópu. Á það er bent að fjöldamótmæli eru nú daglegur viðburður í þeim ríkjum álfunnar sem lengst hafa þurft að ganga í aðhaldsaðgerðum vegna gálausrar efnahagsstjórnunar á liðnum árum. Þetta eru sjónarmið sem vel má skoða. Spyrja má hvort ekki hefði verið rétt að bíða með verðlaunin þar til Evrópusambandið hefði sýnt fram á að það næði tökum á þeim vanda sem glímt er við. En slíkt álitamál breytir þó ekki þeirri sögulegu staðreynd að Evrópuhugsjónin hefur í reynd átt snaran þátt í lengsta friðartímabili í álfunni. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir liðna tíð en á þau má einnig líta sem hvatningu til forystumanna Evrópuþjóðanna til að bregðast ekki hugsjóninni þegar á reynir. Það er á sama veg í þágu friðar og hagsældar og lýtur að framtíðarhagsmunum Íslands eins og annara Evrópuþjóða. Þegar öllu er á botninn hvolft er skírskotunin til fjármálakreppunnar ekki þung röksemd gegn þessari ákvörðun þó að hún sé skiljanleg. Ísland hefur notið ávaxta af samstarfi Evrópuþjóðanna bæði á sviði öryggis- og efnahagsmála. Því er ástæðulaust að sýna ólund eða súrt skap vegna þessara verðlauna; jafnvel ástæða til að samgleðjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Friðarverðlaun Nobels hafa oft orðið kveikja að deilum. Ekki þurfti að koma á óvart að svo yrði einnig þegar tilkynnt var að Evrópusambandið hefði hlotið þau í ár. Hér heima hefur þessi ákvörðun gefið andstæðingum hugsanlegrar Evrópusambandsaðildar efni í örlítið hnútukast. Þetta vekur tvær spurningar. Sú fyrri er: Verðskuldar Evrópusambandið þessa sæmd? Sú síðari er: Hefur Ísland hag af því að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem stuðlar að friði? Óumdeilt er að friðarhugsjónin er rótin að stofnun Evrópusambandsins. Það voru hugsjónamenn sem trúðu því að frjáls viðskipti og jöfn samkeppnisstaða ríkja væri ein af forsendum sátta og samlyndis. Þetta var hins vegar ekki unnt að sanna fyrir fram með útreikningum. Eftir á sýnir reynslan lengsta friðartíma í Evrópu. Þá segja gagnrýnendurnir að friðurinn sé Atlantshafsbandalaginu að þakka. Sannarlega má ekki vanmeta mikilvægt hlutverk þess. Og viðurkenna verður að herstyrkur Bandaríkjanna hefur ráðið meir um árangur bandalagsins en varnarviðbúnaður Evrópuríkjanna sjálfra. En það breytir ekki hinu að sameiginlegar leikreglur um sameiginlega viðskiptahagsmuni hafa átt sinn ríka þátt í að varðveita friðinn; og þær vega þyngra nú en í byrjun. Stundum er því haldið fram að friðarhugsjón Evrópusamvinnunnar skipti ekki máli lengur með því að sú tíð sé liðin að menn hafi áhyggjur af stríði. Víst er að sá ótti ristir ekki jafn djúpt og fyrrum. En eftir sem áður þarf að beita þeim ráðum sem menn kunna best til þess að sá ótti haldi áfram að fjarlægjast. Góð reynsla af meðulunum gerir þau einfaldlega ekki óþörf.Íslenskir hagsmunir Það er kunn þverstæða að Ísland naut efnahagslegs ávinnings af síðari heimsstyrjöldinni meðan aðrar þjóðir sátu eftir í sárum. Það hafði þó engin áhrif á afstöðu flokkanna þriggja sem sameiginlega mótuðu utanríkisstefnu landsins í kjölfar ófriðarins. Þrátt fyrir hagnað af síðustu styrjöld hefur ríkt góð eining um að friður í Evrópu sé íslenskt hagsmunamál. Þeir hagsmunir eru annars vegar fólgnir í varnar- og öryggisráðstöfunum og hins vegar hlutdeild í ávöxtum frjálsra viðskipta. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur í áratugi viðurkennt að hún getur ekki vænst þess að búa við öryggi með bakhjarli í hervaldi nema með virkri þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. Í þeirri gagnrýni á friðarverðlaunin sem helgast af andstöðu við aðild að Evrópusambandinu endurspeglast hins vegar sú hugsun að Ísland eigi að njóta alls ávinnings af viðskiptafrelsi og sameiginlegum leikreglum á því sviði án fullrar aðildar. Þegar til þess er horft að sameiginlegar leikreglur um viðskiptafrelsi eru jafn mikilvægar fyrir frið og öryggi eins og sameiginlegar hervarnir virkar þessi tvískipta afstaða eins og tvískinnungur í hugsun. Auðvitað geta mikilvægir hagsmunir eins og krafan um full ráð yfir fiskimiðunum verið hindrun á leið að markmiðinu um fulla aðild. Þá er að beygja sig fyrir því. En verði unnt að ryðja þeirri hindrun úr vegi ættu fordómar ekki að útiloka samkvæmni í hugsun um slík grundvallaratriði utanríkisstefnunnar. Svar sumra við því er að segjast vilja efla samstarf við allar aðrar þjóðir en þær sem við eigum mest samskipti við. Það er ekki sannfærandi málflutningur.Ástæðulaus ólund Ýmsir hafa gagnrýnt friðarverðlaunin í ljósi þeirra miklu erfiðleika sem nú steðja að á fjármálamörkuðum í Evrópu. Á það er bent að fjöldamótmæli eru nú daglegur viðburður í þeim ríkjum álfunnar sem lengst hafa þurft að ganga í aðhaldsaðgerðum vegna gálausrar efnahagsstjórnunar á liðnum árum. Þetta eru sjónarmið sem vel má skoða. Spyrja má hvort ekki hefði verið rétt að bíða með verðlaunin þar til Evrópusambandið hefði sýnt fram á að það næði tökum á þeim vanda sem glímt er við. En slíkt álitamál breytir þó ekki þeirri sögulegu staðreynd að Evrópuhugsjónin hefur í reynd átt snaran þátt í lengsta friðartímabili í álfunni. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir liðna tíð en á þau má einnig líta sem hvatningu til forystumanna Evrópuþjóðanna til að bregðast ekki hugsjóninni þegar á reynir. Það er á sama veg í þágu friðar og hagsældar og lýtur að framtíðarhagsmunum Íslands eins og annara Evrópuþjóða. Þegar öllu er á botninn hvolft er skírskotunin til fjármálakreppunnar ekki þung röksemd gegn þessari ákvörðun þó að hún sé skiljanleg. Ísland hefur notið ávaxta af samstarfi Evrópuþjóðanna bæði á sviði öryggis- og efnahagsmála. Því er ástæðulaust að sýna ólund eða súrt skap vegna þessara verðlauna; jafnvel ástæða til að samgleðjast.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun