Enginn fæðist illur Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 18. desember 2012 14:30 Spádómurinn eftir Hildi Knútsdóttur. Bækur. Spádómurinn. Hildur Knútsdóttir. JPV-útgáfa. Hildur Knútsdóttir er ungur og upprennandi rithöfundur og er Spádómurinn þriðja bók hennar á aðeins tveimur árum. Í fyrra kom út skáldsagan Sláttur sem segir frá Eddu sem fengið hefur grætt í sig nýtt hjarta og Hola, lovers eða lífstíls- og megrunarbók tískubloggsins eða hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur, hæðin sjálfshjálparbók sem byggir á frægu tískubloggi Hildar. Nú í ár kemur út fyrsta barnabók hennar, Spádómurinn, sem segir frá Kolfinnu, fimmtán ára stúlku sem rekst á tunglfisk í fjörunni og lánar honum vængina sína. Þegar kornabörn fæðast í þorpi Kolfinnu eru þeim gefnir vængir. Samkvæmt spádómi sem kveðinn var upp fyrir langa löngu munu tvö tungl rísa á himni og þá munu allir þurfa að fljúga í fyrsta sinn, austur til að forðast heimsenda. En einmitt þegar Kolfinna lánar vængbrotnum tunglfiski vængina sína skína tvö tungl á himni. Þegar hún kemur heim hafa þorpsbúar yfirgefið heimili sín í flýti og aðeins hin sex ára Mýrún er eftir í þorpinu. Hefst þá mikil ævintýraför þar sem Kolfinna kynnist tunglfiskum og starálfum, dálísum og tungldrottningunum Þrá og Iðrun en sú síðastnefnda vill hneppa þorpsbúana í þrældóm. Spádómurinn er ekki einföld ævintýrasaga um baráttu góðs og ills. Það er engin algóður eða alvondur í bókinni. Þorpsbúar sem ganga á hönd Iðrun gera það ekki af græðgi eða illsku, heldur af ást, til að bjarga lífi sinna nánustu. Jafnvel Iðrun sjálf er ekki alvond. Tungldrottningin Þrá segir Kolfinnu að Iðrun fæddist ekki ill, hún var eitt sinn góð drottning. Eins og allir harðstjórar nærist hún á ótta þegna sinna, en er sjálf yfirbuguð af hræðslu. Hetjur verða ekki hetjur með því að berjast gegn herjum hins illa, heldur með því að sýna hugrekki; hugrekki til að grípa til aðgerða gegn óréttlæti eða illum gjörðum og hugrekki til að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Þrátt fyrir að Kolfinnu takist að koma í veg fyrir að þorpsbúar séu hnepptir í þrældóm er ekki víst að hún beri nægilegt hugrekki til að fyrirgefa það sem gerðist á ævintýraför sinni. Bókinni lýkur þegar Kolfinna flýr á vit nýrra ævintýra, til tunglríkis Þrár. En mesta ævintýrið sem bíður hennar er að læra að fyrirgefa og sættast við samfélag sitt. Niðurstaða: Skemmtilega skrifað og frumlegt ævintýri, sem tekst á við flóknar og erfiðar spurningar um hvað felst í því að vera hetja. Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Spádómurinn. Hildur Knútsdóttir. JPV-útgáfa. Hildur Knútsdóttir er ungur og upprennandi rithöfundur og er Spádómurinn þriðja bók hennar á aðeins tveimur árum. Í fyrra kom út skáldsagan Sláttur sem segir frá Eddu sem fengið hefur grætt í sig nýtt hjarta og Hola, lovers eða lífstíls- og megrunarbók tískubloggsins eða hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur, hæðin sjálfshjálparbók sem byggir á frægu tískubloggi Hildar. Nú í ár kemur út fyrsta barnabók hennar, Spádómurinn, sem segir frá Kolfinnu, fimmtán ára stúlku sem rekst á tunglfisk í fjörunni og lánar honum vængina sína. Þegar kornabörn fæðast í þorpi Kolfinnu eru þeim gefnir vængir. Samkvæmt spádómi sem kveðinn var upp fyrir langa löngu munu tvö tungl rísa á himni og þá munu allir þurfa að fljúga í fyrsta sinn, austur til að forðast heimsenda. En einmitt þegar Kolfinna lánar vængbrotnum tunglfiski vængina sína skína tvö tungl á himni. Þegar hún kemur heim hafa þorpsbúar yfirgefið heimili sín í flýti og aðeins hin sex ára Mýrún er eftir í þorpinu. Hefst þá mikil ævintýraför þar sem Kolfinna kynnist tunglfiskum og starálfum, dálísum og tungldrottningunum Þrá og Iðrun en sú síðastnefnda vill hneppa þorpsbúana í þrældóm. Spádómurinn er ekki einföld ævintýrasaga um baráttu góðs og ills. Það er engin algóður eða alvondur í bókinni. Þorpsbúar sem ganga á hönd Iðrun gera það ekki af græðgi eða illsku, heldur af ást, til að bjarga lífi sinna nánustu. Jafnvel Iðrun sjálf er ekki alvond. Tungldrottningin Þrá segir Kolfinnu að Iðrun fæddist ekki ill, hún var eitt sinn góð drottning. Eins og allir harðstjórar nærist hún á ótta þegna sinna, en er sjálf yfirbuguð af hræðslu. Hetjur verða ekki hetjur með því að berjast gegn herjum hins illa, heldur með því að sýna hugrekki; hugrekki til að grípa til aðgerða gegn óréttlæti eða illum gjörðum og hugrekki til að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Þrátt fyrir að Kolfinnu takist að koma í veg fyrir að þorpsbúar séu hnepptir í þrældóm er ekki víst að hún beri nægilegt hugrekki til að fyrirgefa það sem gerðist á ævintýraför sinni. Bókinni lýkur þegar Kolfinna flýr á vit nýrra ævintýra, til tunglríkis Þrár. En mesta ævintýrið sem bíður hennar er að læra að fyrirgefa og sættast við samfélag sitt. Niðurstaða: Skemmtilega skrifað og frumlegt ævintýri, sem tekst á við flóknar og erfiðar spurningar um hvað felst í því að vera hetja.
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira