Þau tíu bestu á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2012 07:00 Heiðar Helguson fékk útnefninguna í fyrra. Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fimleikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skotfimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja" greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árangur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta einstaklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á listanum. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helgadóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur.Topp tíu listinn í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna Innlendar Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fimleikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skotfimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja" greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árangur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta einstaklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á listanum. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helgadóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur.Topp tíu listinn í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna
Innlendar Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira