Reykjavík er hlaupaborg Hjálmar Sveinsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar