Sjálfhverf samkoma eða tær snilld? 7. september 2012 09:00 Reykjavik Dance Festival Dans Reykjavík Dance Festival Ýmsir listamenn Reykjavík 21.-31. ágúst Reykjavík Dance Festival var skipulagt og hugsuð með nokkuð öðru sniði en undangegnin ár. Í stað þess að vera saman safn danssýninga þar sem áhorfendur mæta til að sjá dansara og danshöfunda sýna verk sín þá var hátíðin í heild sinni ein stór „kóreógrafía“ undir nafninu: A Series of Event. Þrjátíu listamönnum, fjórtán Íslendingum og sextán útlendingum var boðið að taka þátt í hátíðinni en saman lögðu þeir undir sig Dansverkstæðið nánast dag og nótt þá tíu daga sem hátíðin stóð yfir. Samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar, þeim Höllu Ólafsdóttur og Emmu Kim Hagdahl, var markmiðið með hátíðinni að skapa vettvang þar sem danslistamenn gætu, á jafningjagrundvelli, átt í samræðum, skiptst á þekkingu og skapað nýja. Sýningarnar sjálfar voru aðeins hluti af upplifuninni en samveran það sem skipti mestu máli. Lögð var áhersla á að hátíðina væri opin öllum óháð reynslu í dansi og danssmíðum og ekki síst óháð efnahag því frítt var á alla viðburðina. Það var því reynt að skapa umhverfi þar sem allir sem hefðu áhuga gætu tekið þátt auk þessar þrjátíu sem alltaf voru til staðar. Opnunarkvöldið var haldið í Dansverkstæðinu, nýju heimili danslistarinnar við Skúlagötu. Boðið var upp á drykk, tónlist og rými til að spjalla, sýna sig og sjá aðra. Óformlegt andrúmsloft hátíðarinnar kom einnig í ljós þegar farið var í dansókí við myndbönd eins og til dæmis Beyoncé. Í hádeginu næsta dag hélt fjörið áfram en þá var boðið upp á danstakt í Norðurljósasal Hörpunnar, mætingin og stemming var góð og gaman að sjá að starfsfólk hússins sáu þarna kærkomna tilbreytingu í hádegishléinu. Formleg dagskrá hátíðarinnar var síðan ríkuleg. Hún samanstóð af sex þriggja verka sýningakvöldum, tólf tíma sýningamaraþoni yfir nótt, þrem hádegistöktum (lunch beat), dansókí, verkstæði í þungarokks þolfimi, pallborðsumræðu auk óformlegri atburða eins og morgunverðarklúbb og feminísku grilli. Mætingin á festivalið var nokkuð góð ekki síst framan af. Fyrri hluta hátíðarinnar mátti sjá stærstan hluta dansgeirans mættan á svæðið bæði þá sem voru í hópi hinna „útvöldu“ sem tóku samviskusamlega þátt nánast allan tímann en einnig hina. Seinni hluta festivalsins var hópurinn aftur á móti farinn að þynnast og meðalaldurinn lækkað. En þá voru flesir „hinir“, horfnir á vit eigin verkefna.Flæði án festu Hið hefðbundna form danshátíða er að áhorfandinn kemur, horfir á sýningu og fer síðan heim. Á þessari hátíð var skapað rými fyrir óformlegt spjall sýnenda og áhorfenda fyrir og eftir sýningar og í hléum meðal annars með því að hafa allar tímasetningar mjög flæðandi þó að þær væru ekki algjörlega á skjö við rauntíma. Hátíðin var þannig hugsuð sem ein stór samvera hóps með áhuga á danslist og samanstóð af þeim sem var boðið að sýna á hátíðinni auk nokkurs fjölda sem kom og fór eftir að hafa staldrað mislengi við. Markmiðið að skapa nánd og tengsl manna á milli tókst mjög vel og á eftir að styrkja ekki aðeins hóp dansara hér á landi heldur einnig tengsl á milli landa. Það voru aftur á móti of fáir sem nutu góðs af þessari nánd því ytri rammi Reykjavík dancefestival 2012 var ekki til þess fallinn að bjóða íslenskt dansáhugafólk velkomið að vera með. Hugmyndin um að hafa danshátíðina eins og einn stóran spuna þar sem þátttakendur mættu og tóku því sem að höndum bar, gáfu og þáðu, er frábær. Fyrir þá sem stóðu utan hóps hinna útvöldu var aftur á móti ótrúlega erfitt að finna upplýsingar um hátíðina, efni hennar og umgjörð. Dagskráin var í mótun þar til eftir að hátíðin var hafin sem má fyrirgefa ef hægt hefði verið að finna tímaramma hátíðarinnar með góðum fyrirvara á heimasíðu danshátíðarinnar. Það orkaði einnig fráhryndandi að fá litlar sem engar upplýsingar um einstaklingana sem stóðu að hátíðinni og aldrei neitt að vita um verkin eða viðburðirnir sem stóðu til boða. Óvissuferðin má þola í einn dag en ekki í tíu. Margar flottar hugmyndir komu fram á hátíðinni. Hádegistakturinn var frábær og dansókí bara skemmtilegt. Íslensku dansverðlaunin sem voru veitt fyrir ýmiskonar atriði sem eru sjaldnast innan hins hefðbundna ramma dansverðlauna var líka áhugavert framtak og hreyfði við hugsuninni um hvað skiptir máli fyrir dansheiminn. Snýst þetta allt um dansarana og danshöfundana eða skipta traustir stuðningsaðilar, tengslanet eins og Youtube, góðir æfingastaðir eða einstaklingar sem fjallar um dansinn í heimin fræðanna líka sköpun í tilveru og þróun danslistarinnar. Danssýningamaraþonið var líka ótrúlega flott hugmynd því það að sitja í góðum hópi og horfa á dans í hálfan sólarhring er snilld. En að hefja þess konar maraþon um kvöld og láta standa fram á morgun var ekki að gera sig. Í fyrsta lagi voru sýnendur orðnir þreyttir og syfjaðir þegar líða tók fram yfir miðnætti svo ekki sé talað um áhorfendur. Gæði sýninganna voru því ekki sem skyldi þegar líða tók á og stemmingin líkari djamm session, ekki mjög markviss eða einbeitt. Það að mæta á atburð sem byggist upp á flæði, og mótast af stemningunni hverju sinni getur verið mjög gefandi. Fyrir þá sem kom utan frá og reyndu að taka þátt eins og tími fyrir utan aðrar skyldur leyfði má spyrja sig hvað boðið var upp á. Á sýningarkvöldunum var eingöngu í boði að vera óvirkur áhorfandi eitthvað sem var fínt þegar í boði vöru fullkláraðar og vel útfærðar sýningar. En þegar verið var að sýna verk sem varla geta kallast sýningarhæf vegna þess hvað þau voru ómótuð án kynninga eða umræðu eftir á má spyrja hvers vegna áhorfandi á að eyða tíma sínum í að mæta. Engin verkstæði voru í boði fyrir utanaðkomandi að minnsta kosti engin sem voru kynnt nægilega snemma til að hægt væri að hliðra til öðrum skyldum og mæta. Þátttaka í festivalinu önnur en sú að horfa á hina útvöldu var því varla í boði nema auðvitað að taka þátt í mikilvægum samræðum á pöbbnum.Útvíkkun formsins Eitt af markmiðum danshátíðarinnar var að endurhugsa og víkka út hugtakið kóreógrafía. Það að tala um hátíðina sjálfa sem eina stóra kóreógrafíu var sterkasta dæmið um þessa hugsun og reyndar ástæðan fyrir því að þessi grein er gagnrýni á hátíðina í heild sinni, um „A Series of Event“ sem heild en ekki brotin (verkin) innan hennar. Hugmyndin um að kóreógrafíu sé allstaðar að finna var rík. Hana mátti til dæmis sjá verkum eins og The running Piece en þar býður sýnandinn áhorfendum að hlusta á tónlistina sem hann muni nota þegar hann fer og tekur 40 mínútna hlaupatúr Það er einnig í boði að fylgjast með hlaupunum eða jafnvel taka þátt. Í tveimur verkum fylgjast áhorfendur með sýnanda spila á blásturshljóðfæri og í verkinu Made up therapy concert sýndu Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson kóreógrafíuna í því að flytja þungarokk. Hugmyndin um hvað er dans og hvað ekki er nátengd þörfinni fyrir að flokka og halda tilverunni í skiljanlegu formi ekki síst til að geta átt í samskiptum án sífellds misskilnings. Merking hugtaka breytist þó alltaf í tímans rás, ekki síst innan listformanna þar sem partur af listinni felst í að ögra og breyta. Hugmyndin að „A Series of Event“ er tær snilld og þeir sem tóku þátt hafa án efa fengið mikið út úr þessum tíu dögum sem verkið stóð yfir. Það má aftur á móti spyrja sig hvort Reykjavík dansfestival hafi gengið svo vel því þrátt fyrir fjölda frumlegra og flottra dansverka náðu danslistamennirnir illa út til dansáhugafólks (danslistamanna og áhorenda) sem þarf sárlega á Reykjavík dansfestival að halda til að fá tækifæri til að sjá fleiri verk og stíla heldur en Íslenski dansflokkurinn getur boðið upp á. Sesselja G. Magnúsdóttir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dans Reykjavík Dance Festival Ýmsir listamenn Reykjavík 21.-31. ágúst Reykjavík Dance Festival var skipulagt og hugsuð með nokkuð öðru sniði en undangegnin ár. Í stað þess að vera saman safn danssýninga þar sem áhorfendur mæta til að sjá dansara og danshöfunda sýna verk sín þá var hátíðin í heild sinni ein stór „kóreógrafía“ undir nafninu: A Series of Event. Þrjátíu listamönnum, fjórtán Íslendingum og sextán útlendingum var boðið að taka þátt í hátíðinni en saman lögðu þeir undir sig Dansverkstæðið nánast dag og nótt þá tíu daga sem hátíðin stóð yfir. Samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar, þeim Höllu Ólafsdóttur og Emmu Kim Hagdahl, var markmiðið með hátíðinni að skapa vettvang þar sem danslistamenn gætu, á jafningjagrundvelli, átt í samræðum, skiptst á þekkingu og skapað nýja. Sýningarnar sjálfar voru aðeins hluti af upplifuninni en samveran það sem skipti mestu máli. Lögð var áhersla á að hátíðina væri opin öllum óháð reynslu í dansi og danssmíðum og ekki síst óháð efnahag því frítt var á alla viðburðina. Það var því reynt að skapa umhverfi þar sem allir sem hefðu áhuga gætu tekið þátt auk þessar þrjátíu sem alltaf voru til staðar. Opnunarkvöldið var haldið í Dansverkstæðinu, nýju heimili danslistarinnar við Skúlagötu. Boðið var upp á drykk, tónlist og rými til að spjalla, sýna sig og sjá aðra. Óformlegt andrúmsloft hátíðarinnar kom einnig í ljós þegar farið var í dansókí við myndbönd eins og til dæmis Beyoncé. Í hádeginu næsta dag hélt fjörið áfram en þá var boðið upp á danstakt í Norðurljósasal Hörpunnar, mætingin og stemming var góð og gaman að sjá að starfsfólk hússins sáu þarna kærkomna tilbreytingu í hádegishléinu. Formleg dagskrá hátíðarinnar var síðan ríkuleg. Hún samanstóð af sex þriggja verka sýningakvöldum, tólf tíma sýningamaraþoni yfir nótt, þrem hádegistöktum (lunch beat), dansókí, verkstæði í þungarokks þolfimi, pallborðsumræðu auk óformlegri atburða eins og morgunverðarklúbb og feminísku grilli. Mætingin á festivalið var nokkuð góð ekki síst framan af. Fyrri hluta hátíðarinnar mátti sjá stærstan hluta dansgeirans mættan á svæðið bæði þá sem voru í hópi hinna „útvöldu“ sem tóku samviskusamlega þátt nánast allan tímann en einnig hina. Seinni hluta festivalsins var hópurinn aftur á móti farinn að þynnast og meðalaldurinn lækkað. En þá voru flesir „hinir“, horfnir á vit eigin verkefna.Flæði án festu Hið hefðbundna form danshátíða er að áhorfandinn kemur, horfir á sýningu og fer síðan heim. Á þessari hátíð var skapað rými fyrir óformlegt spjall sýnenda og áhorfenda fyrir og eftir sýningar og í hléum meðal annars með því að hafa allar tímasetningar mjög flæðandi þó að þær væru ekki algjörlega á skjö við rauntíma. Hátíðin var þannig hugsuð sem ein stór samvera hóps með áhuga á danslist og samanstóð af þeim sem var boðið að sýna á hátíðinni auk nokkurs fjölda sem kom og fór eftir að hafa staldrað mislengi við. Markmiðið að skapa nánd og tengsl manna á milli tókst mjög vel og á eftir að styrkja ekki aðeins hóp dansara hér á landi heldur einnig tengsl á milli landa. Það voru aftur á móti of fáir sem nutu góðs af þessari nánd því ytri rammi Reykjavík dancefestival 2012 var ekki til þess fallinn að bjóða íslenskt dansáhugafólk velkomið að vera með. Hugmyndin um að hafa danshátíðina eins og einn stóran spuna þar sem þátttakendur mættu og tóku því sem að höndum bar, gáfu og þáðu, er frábær. Fyrir þá sem stóðu utan hóps hinna útvöldu var aftur á móti ótrúlega erfitt að finna upplýsingar um hátíðina, efni hennar og umgjörð. Dagskráin var í mótun þar til eftir að hátíðin var hafin sem má fyrirgefa ef hægt hefði verið að finna tímaramma hátíðarinnar með góðum fyrirvara á heimasíðu danshátíðarinnar. Það orkaði einnig fráhryndandi að fá litlar sem engar upplýsingar um einstaklingana sem stóðu að hátíðinni og aldrei neitt að vita um verkin eða viðburðirnir sem stóðu til boða. Óvissuferðin má þola í einn dag en ekki í tíu. Margar flottar hugmyndir komu fram á hátíðinni. Hádegistakturinn var frábær og dansókí bara skemmtilegt. Íslensku dansverðlaunin sem voru veitt fyrir ýmiskonar atriði sem eru sjaldnast innan hins hefðbundna ramma dansverðlauna var líka áhugavert framtak og hreyfði við hugsuninni um hvað skiptir máli fyrir dansheiminn. Snýst þetta allt um dansarana og danshöfundana eða skipta traustir stuðningsaðilar, tengslanet eins og Youtube, góðir æfingastaðir eða einstaklingar sem fjallar um dansinn í heimin fræðanna líka sköpun í tilveru og þróun danslistarinnar. Danssýningamaraþonið var líka ótrúlega flott hugmynd því það að sitja í góðum hópi og horfa á dans í hálfan sólarhring er snilld. En að hefja þess konar maraþon um kvöld og láta standa fram á morgun var ekki að gera sig. Í fyrsta lagi voru sýnendur orðnir þreyttir og syfjaðir þegar líða tók fram yfir miðnætti svo ekki sé talað um áhorfendur. Gæði sýninganna voru því ekki sem skyldi þegar líða tók á og stemmingin líkari djamm session, ekki mjög markviss eða einbeitt. Það að mæta á atburð sem byggist upp á flæði, og mótast af stemningunni hverju sinni getur verið mjög gefandi. Fyrir þá sem kom utan frá og reyndu að taka þátt eins og tími fyrir utan aðrar skyldur leyfði má spyrja sig hvað boðið var upp á. Á sýningarkvöldunum var eingöngu í boði að vera óvirkur áhorfandi eitthvað sem var fínt þegar í boði vöru fullkláraðar og vel útfærðar sýningar. En þegar verið var að sýna verk sem varla geta kallast sýningarhæf vegna þess hvað þau voru ómótuð án kynninga eða umræðu eftir á má spyrja hvers vegna áhorfandi á að eyða tíma sínum í að mæta. Engin verkstæði voru í boði fyrir utanaðkomandi að minnsta kosti engin sem voru kynnt nægilega snemma til að hægt væri að hliðra til öðrum skyldum og mæta. Þátttaka í festivalinu önnur en sú að horfa á hina útvöldu var því varla í boði nema auðvitað að taka þátt í mikilvægum samræðum á pöbbnum.Útvíkkun formsins Eitt af markmiðum danshátíðarinnar var að endurhugsa og víkka út hugtakið kóreógrafía. Það að tala um hátíðina sjálfa sem eina stóra kóreógrafíu var sterkasta dæmið um þessa hugsun og reyndar ástæðan fyrir því að þessi grein er gagnrýni á hátíðina í heild sinni, um „A Series of Event“ sem heild en ekki brotin (verkin) innan hennar. Hugmyndin um að kóreógrafíu sé allstaðar að finna var rík. Hana mátti til dæmis sjá verkum eins og The running Piece en þar býður sýnandinn áhorfendum að hlusta á tónlistina sem hann muni nota þegar hann fer og tekur 40 mínútna hlaupatúr Það er einnig í boði að fylgjast með hlaupunum eða jafnvel taka þátt. Í tveimur verkum fylgjast áhorfendur með sýnanda spila á blásturshljóðfæri og í verkinu Made up therapy concert sýndu Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson kóreógrafíuna í því að flytja þungarokk. Hugmyndin um hvað er dans og hvað ekki er nátengd þörfinni fyrir að flokka og halda tilverunni í skiljanlegu formi ekki síst til að geta átt í samskiptum án sífellds misskilnings. Merking hugtaka breytist þó alltaf í tímans rás, ekki síst innan listformanna þar sem partur af listinni felst í að ögra og breyta. Hugmyndin að „A Series of Event“ er tær snilld og þeir sem tóku þátt hafa án efa fengið mikið út úr þessum tíu dögum sem verkið stóð yfir. Það má aftur á móti spyrja sig hvort Reykjavík dansfestival hafi gengið svo vel því þrátt fyrir fjölda frumlegra og flottra dansverka náðu danslistamennirnir illa út til dansáhugafólks (danslistamanna og áhorenda) sem þarf sárlega á Reykjavík dansfestival að halda til að fá tækifæri til að sjá fleiri verk og stíla heldur en Íslenski dansflokkurinn getur boðið upp á. Sesselja G. Magnúsdóttir
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira