Opinber dráttur um leyfi í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2013 13:14 Eitt þúsund vilja veiða í Elliðaánum næsta sum,ar, langflestir í júlí. Mynd / Garðar Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til opinbers dráttar milli þeirra sem sóttu um veiðileyfi í Elliðánum í júlí næsta sumar. Fram kemur á Facebook-síðu Stangaveiðifélagsins í dag að lokið sé við að telja og flokka fjölda umsókna í Elliðaánum."Umsóknarþunginn til endanna sem og eftir hádegi er viðráðanlegur og verður þeim veiðileyfum úthlutað á hefðbundinn máta. Hins vegar er gríðalega vel sótt um tímabilið 1. – 31. júlí. Ákveðið hefur verið að draga opinberlega úr þeim umsóknum," segir á Facebook-síðunni. "Þeir félagsmenn Stangaveiðifélagsins sem sóttu um tiltekinn júlímorgun fara í pott fyrir þann morgun. Ef félagsmenn hafa sótt um tímabil (til dæmis 1. – 20. júlí fyrir hádegi), þá er umsókn þeirra sett á tilviljunarkenndan máta í þann pott á einhvern morgun á því tímabili. Þannig er reynt að jafna umsóknarþungann eftir því sem unnt er og vilji umsækjenda stóð til," er staðan útskýrð. Draga á um hvern morgun fyrir sig. Drátturinn fer fram í tölvu á morgun klukkan fjögur eftir hádegi í húsi SVFR í Elliðaárdal. "Er félagsmönnum sem sótt hafa um heimilt að vera viðstaddir dráttinn eftir því sem húsrúm leyfi," segir í tilkynningunni frá félaginu. Nákvæmlega eitt þúsund umsóknir voru um veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar. Þar af vilja 758 veiða fyrir hádegi en 242 sóttu um eftir hádegi. Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til opinbers dráttar milli þeirra sem sóttu um veiðileyfi í Elliðánum í júlí næsta sumar. Fram kemur á Facebook-síðu Stangaveiðifélagsins í dag að lokið sé við að telja og flokka fjölda umsókna í Elliðaánum."Umsóknarþunginn til endanna sem og eftir hádegi er viðráðanlegur og verður þeim veiðileyfum úthlutað á hefðbundinn máta. Hins vegar er gríðalega vel sótt um tímabilið 1. – 31. júlí. Ákveðið hefur verið að draga opinberlega úr þeim umsóknum," segir á Facebook-síðunni. "Þeir félagsmenn Stangaveiðifélagsins sem sóttu um tiltekinn júlímorgun fara í pott fyrir þann morgun. Ef félagsmenn hafa sótt um tímabil (til dæmis 1. – 20. júlí fyrir hádegi), þá er umsókn þeirra sett á tilviljunarkenndan máta í þann pott á einhvern morgun á því tímabili. Þannig er reynt að jafna umsóknarþungann eftir því sem unnt er og vilji umsækjenda stóð til," er staðan útskýrð. Draga á um hvern morgun fyrir sig. Drátturinn fer fram í tölvu á morgun klukkan fjögur eftir hádegi í húsi SVFR í Elliðaárdal. "Er félagsmönnum sem sótt hafa um heimilt að vera viðstaddir dráttinn eftir því sem húsrúm leyfi," segir í tilkynningunni frá félaginu. Nákvæmlega eitt þúsund umsóknir voru um veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar. Þar af vilja 758 veiða fyrir hádegi en 242 sóttu um eftir hádegi.
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði