Alonso of upptekinn af sálfræðstríðinu Birgir Þór Harðarson skrifar 8. janúar 2013 22:00 Alonso þarf að einbeita sér meira að akstrinum, segir Helmut Marko, ætli hann að vinna Vettel. nordicphotos/afp Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum, segir Fernando Alonso hugsa hlutina of mikið og gera of mikið til þess að ná sálfræðilegu taki á keppinautinum. Þeir Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull, og Alonso, ökuþór Ferrari, háðu baráttu um heimsmeistaratitilinn í fyrra. Marko sagði við tímarit Red Bull að Alonso hefði látið truflast af orðaskaki utan brautarinnar og orðið upptekinn af því að svara til baka. Vettel, á hinn bóginn, hafi einbeitt sér eingöngu að akstrinum. „Vettel ók nánast óaðfinnanlega í fyrra. En hann er náttúrlega einstakur. Það er bara þannig," sagði Marko. „Eftir sumarfríið þá virðist hann alltaf ná miklu betri árangri en fyrir það." „Ég veit ekki hvernig hann gerir þetta en það er ómögulegt að það sé tilviljun. Þess vegna er vert að skoða hvernig hann undirbýr sig, hvernig hann einangrar sig algerlega frá heiminum og á því talsvert inni þegar orka hinna er að þrotum komin. Alonso, til dæmis, er alltof upptekin af stjórnmálunum og að koma með hnittin tilsvör." Marko segir Vettel aftur á mót ekki lesa neina miðla, hvorki á prenti eða á Netinu. Þannig nær hann að einbeita sér að verkefninu framundan. „Það er að gera bílinn fljótari og liðið eins gott og mögulegt er." Og Marko hélt áfram að blammera Ferrari-liðið og sagði að hefði Enzo Ferrari, stofnandi liðsins, enn verið stjórnvölinn væri ekki tekið létt á „dræmum" árangri liðsins undanfarin ár. „Ég held að Enzo Ferrari hefði verið mun kröfuharðari á liðið sitt eftir tapið gegn Vettel í fyrra, heldur en Alonso og Domenicali eru." „Svo mundi hann berja starfsmennina sína áfram þar til þeir myndu vinna okkur," sagði Marko sem ók í Formúlu 1 í tíð Enzo Ferrari. „En Alonso er bara of upptekinn af sálfræðistríðinu. Þegar hann til að mynda sagði: „Ég er í keppni við Hamilton, ekki Vettel," og „Adrian Newey er keppinautur minn." Við báðum Vettel einfaldlega að hunsa þetta allt."Vettel og Alonso sýndu báðir afburðaakstur síðasta sumar en Marko telur Vettel hafa beitt betri aðferð. Formúla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum, segir Fernando Alonso hugsa hlutina of mikið og gera of mikið til þess að ná sálfræðilegu taki á keppinautinum. Þeir Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull, og Alonso, ökuþór Ferrari, háðu baráttu um heimsmeistaratitilinn í fyrra. Marko sagði við tímarit Red Bull að Alonso hefði látið truflast af orðaskaki utan brautarinnar og orðið upptekinn af því að svara til baka. Vettel, á hinn bóginn, hafi einbeitt sér eingöngu að akstrinum. „Vettel ók nánast óaðfinnanlega í fyrra. En hann er náttúrlega einstakur. Það er bara þannig," sagði Marko. „Eftir sumarfríið þá virðist hann alltaf ná miklu betri árangri en fyrir það." „Ég veit ekki hvernig hann gerir þetta en það er ómögulegt að það sé tilviljun. Þess vegna er vert að skoða hvernig hann undirbýr sig, hvernig hann einangrar sig algerlega frá heiminum og á því talsvert inni þegar orka hinna er að þrotum komin. Alonso, til dæmis, er alltof upptekin af stjórnmálunum og að koma með hnittin tilsvör." Marko segir Vettel aftur á mót ekki lesa neina miðla, hvorki á prenti eða á Netinu. Þannig nær hann að einbeita sér að verkefninu framundan. „Það er að gera bílinn fljótari og liðið eins gott og mögulegt er." Og Marko hélt áfram að blammera Ferrari-liðið og sagði að hefði Enzo Ferrari, stofnandi liðsins, enn verið stjórnvölinn væri ekki tekið létt á „dræmum" árangri liðsins undanfarin ár. „Ég held að Enzo Ferrari hefði verið mun kröfuharðari á liðið sitt eftir tapið gegn Vettel í fyrra, heldur en Alonso og Domenicali eru." „Svo mundi hann berja starfsmennina sína áfram þar til þeir myndu vinna okkur," sagði Marko sem ók í Formúlu 1 í tíð Enzo Ferrari. „En Alonso er bara of upptekinn af sálfræðistríðinu. Þegar hann til að mynda sagði: „Ég er í keppni við Hamilton, ekki Vettel," og „Adrian Newey er keppinautur minn." Við báðum Vettel einfaldlega að hunsa þetta allt."Vettel og Alonso sýndu báðir afburðaakstur síðasta sumar en Marko telur Vettel hafa beitt betri aðferð.
Formúla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira