Snæfellingar hafa lagt fram formlega kæru til KKÍ vegna þátttöku Jaleesu Butler, leikmanns Vals, í leik Snæfells og Vals í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær.
Valskonur tefldu fram Butler í gær en hún er nýgenginn í raðir liðsins. Snæfellingar telja að leikmaðurinn hafi ekki verið komin með leikheimild með liðinu og því sendu forráðamenn félagsins formlega kvörtun.
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Morgunblaðsins en leikmaðurinn var í raun ekki komin með leikheimild og því þátttaka hennar ólögleg.
Valur vann leikinn nokkuð sannfærandi 81-64 en líklega fá Snæfellingar sigurinn dæmdan sér í hag 20-0.
Þess má geta að í byrjun síðasta tímabils kærði Valur Snæfell við svipaðar aðstæður og var þeim dæmdur sigur eftir að aga-og úrskurðarnefnd KKÍ fór yfir málið.
Snæfell kærir þátttöku Butler
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn


Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
