Newey: Við erum á eftir áætlun Birgir Þór Harðarson skrifar 6. janúar 2013 06:00 Newey segir Red Bull vera eftir áætlun hvað varðar hönnun og smíði RB9, keppnisbílsins fyrir árið 2013. nordicphotos/afp Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins. "Við vorum að uppfæra 2012-bílinn (RB8) alveg þar til í næst síðustu keppninni," sagði Newey. "Það þýðir að í stað þess að byrja á nýja bílnum strax í haust, eins og venja er, þá var veturinn alltaf að fara að verða mjög annasamur." "Við fórnuðum áætlunum okkar fyrir RB9-bílinn fyrir þessar síðbúnu uppfærslur. Það var auðvitað það rétta í stöðunni en nú erum við í eltingaleik við hin liðin." Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær hulunni verður svipt af nýja bílnum en fyrstu æfingar ársins hefjast á Jerez-brautinni á Spáni í byrjun febrúar. Red Bull gæti hugsanlega misst af þeim mikilvægu prófunum. Red Bull-liðið hefur verið fararbroddi hvað tækninýjungar og tækniútfærslur varðar síðastliðin ár en breyting gæti orðið á þessu í ár. Ferrari í góðum málumÁ meðan Red Bull-liðið er í vandræðum er Ferrari-stjórinn Stefano Domenicali viss um að Ferrari-liðið sé í góðum málum. Ferrari hóf síðustu vertíð í vandræðum en bíll síðasta árs reyndist í upphafi ekki á pari við væntingar og keppinauta. "Það sem gerðist í Jerez í fyrra mun ekki koma fyrir í ár," sagði Domenicali. "Fyrstu mótin á næstu vertíð munu setja tóninn fyrir allt tímabilið því liðin munu ekki vinna eins lengi að keppnisbílum ársins 2013 eins og þeir gerðu árið 2012." Domenicali bendir þar á nýjar tæknireglur sem verða innleiddar árið 2014 en þær hafa í för með sér minna vélarrúm, túrbínur og breyttan ramma sem hanna má bílana innan. "Liðin munu byrja að einbeita sér að 2014 ekki seinna en í júlí svo það verður mikilvægt að hafa sterkan bíl í upphafi." Ferrari-liðið hefur heldur ekki ákveðið hvenær nýr Ferrari-bíll verður kynntur en sérfræðingar gera ráð fyrir að liðið taki þátt í fyrstu æfingunum á Jerez.Domenicali er viss um að komandi ár verði gott í annálum Ferrari-liðsins.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins. "Við vorum að uppfæra 2012-bílinn (RB8) alveg þar til í næst síðustu keppninni," sagði Newey. "Það þýðir að í stað þess að byrja á nýja bílnum strax í haust, eins og venja er, þá var veturinn alltaf að fara að verða mjög annasamur." "Við fórnuðum áætlunum okkar fyrir RB9-bílinn fyrir þessar síðbúnu uppfærslur. Það var auðvitað það rétta í stöðunni en nú erum við í eltingaleik við hin liðin." Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær hulunni verður svipt af nýja bílnum en fyrstu æfingar ársins hefjast á Jerez-brautinni á Spáni í byrjun febrúar. Red Bull gæti hugsanlega misst af þeim mikilvægu prófunum. Red Bull-liðið hefur verið fararbroddi hvað tækninýjungar og tækniútfærslur varðar síðastliðin ár en breyting gæti orðið á þessu í ár. Ferrari í góðum málumÁ meðan Red Bull-liðið er í vandræðum er Ferrari-stjórinn Stefano Domenicali viss um að Ferrari-liðið sé í góðum málum. Ferrari hóf síðustu vertíð í vandræðum en bíll síðasta árs reyndist í upphafi ekki á pari við væntingar og keppinauta. "Það sem gerðist í Jerez í fyrra mun ekki koma fyrir í ár," sagði Domenicali. "Fyrstu mótin á næstu vertíð munu setja tóninn fyrir allt tímabilið því liðin munu ekki vinna eins lengi að keppnisbílum ársins 2013 eins og þeir gerðu árið 2012." Domenicali bendir þar á nýjar tæknireglur sem verða innleiddar árið 2014 en þær hafa í för með sér minna vélarrúm, túrbínur og breyttan ramma sem hanna má bílana innan. "Liðin munu byrja að einbeita sér að 2014 ekki seinna en í júlí svo það verður mikilvægt að hafa sterkan bíl í upphafi." Ferrari-liðið hefur heldur ekki ákveðið hvenær nýr Ferrari-bíll verður kynntur en sérfræðingar gera ráð fyrir að liðið taki þátt í fyrstu æfingunum á Jerez.Domenicali er viss um að komandi ár verði gott í annálum Ferrari-liðsins.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira