Fiskurinn undir ísnum Trausti Hafliðason skrifar 5. janúar 2013 19:33 Þessi bleikja veiddist í Langavatni, í Suður-Þingeyjarsýslu, nú á milli jóla og nýars. Mynd / Matthías Þór Hákonarson Vötn eru nú víða ísilögð og árstími ísdorgsins því runninn upp. Veiðivísir spjallaði við Ingimund Bergsson, hjá Veiðikortinu, af þessu tilefni.Í hvaða vötnum er ísdorg leyft? Í vötnum Veiðikortsins hefur aðallega verið samið um að veiðimenn geti veitt yfir sumartímann þannig að ekkert sérstakt samkomulag hefur verið um ísdorgveiðar. Nokkur vötn eru þó stunduð reglulega í ísdorgi þó svo ég fái litlir spurnir af því. Best er að veiðimenn hafi samband beint við landeigendur til að fá heimild til að dorga í gegnum ís. Ég mæli sem sagt með að menn séu í beinu sambandi við landeigendur við þau vötn sem þeir hafa áhuga að fá leyfi til að dorga í.Stunda margir ísdorg? Það virðist vera frekar lítill hópur sem stundar ísdorg reglulega. Ég hef ekki alveg tilfinningu fyrir því hvort það sé að aukast áhugi á ísdorgi, en grunar að það séu fleiri á Norðurlandi sem stunda veiðarnar þar sem tímabilið þar er talsvert lengra. Þess má geta að það er mjög forvitnilegt og gaman fyrir börn og yngri kynslóðirnar að prufa dorgveiðina þar sem það er spennandi að ganga á ísilögðu vatni og horfa niður í vatnið undir ísinn. Sérstaklega þegar fisk bregður fyrir.Hvaða búnað þurfa menn til að stunda ísdorg? Aðalatriðið er að vera með góðan ísbor, ekki bara til að bora heldur einnig til að mæla þykktina á ísnum. Annar nauðsynlegur búnaður er sæmileg dorgveiðistöng, ausa til að ausa ís burt úr gatinu, hlý föt eða góður snjógalli, hlýir kuldaskór og fóðraðir og vatnheldir hanskar þar sem það er ekki gaman að vera í blautum ullarvettlingum í frostinu. Kaffibrúsi með rjúkandi kaffi eða kakóið til að hafa stemminguna í lagi. Einnig þarf að huga að beitu en oftast eru menn að notast við maís, hvítmaðk, makríl, hrogn og rækjur. Hægt er að nálgast búnað í ísdorgið frekar ódýrt. Síðan er náttúrulega endalaust hægt að bæta við sig græjum og kaupa veglegri bora og þessháttar. Einnig geta menn lesið sig til um allskyns kúnstir við veiðarnar og til dæmis í bókinni Urriðadans eftir Össur Skarphéðinsson má lesa um mikilvægi ísdorgsins í Þingvallavatni á árum áður. Þar er talað um að aflinn hafi ekki verið síðri i gegnum ís heldur en í netin á sumrin ef ég man rétt.Á hvaða tíma er best að stunda ísdorg? Best er að stunda ísdorgveiðar frá janúar til apríl, eða þangað til ísa leysir. Þegar daginn tekur að lengja fer fiskurinn frekar á flakk og þá eru mun meiri líkur á að fá góða veiði. Daginn byrjar að lengja rétt fyrir áramót, þannig að það er ekki mikið dagsljós í janúar en þegar komið er fram í apríl er hægt að stunda veiðarnar lengur auk þess sem fiskurinn er kominn á meiri hreyfingu. Þannig mætti ætla að febrúar og mars séu ef til vill bestu mánuðirnir því í apríl getur brugðið til beggja vona með ísinn.Er þetta hættulegt? Að sjálfsögðu þurfa menn að hafa varann á og kanna ísinn vel áður en haldið er til veiða. Þess vegna er ekki síst mikilvægt að vera í sambandi við landeiganda þar sem hann veit e.t.v. stöðuna á ísnum hverju sinni. Ísinn er þykkastur út á miðju vatninu og þynnstur við landið. Varast skal uppsprettusvæði eða þau svæði þar sem heitt vatn rennur í það, því þar getur ísinn verið varhugaverður.Hvernig fisk eru ísdorgarar að veiða og er hann ætur? Þar sem er urriði og bleikja eru meiri líkur á að urriðinn veiðist fyrri hluta tímabils þar sem hann fer fyrr á flakk. Bleikjan fer á ferðast um vatnið þegar daginn tekur að lengja. Það er mjög algengt að menn séu að fá stóra urriða í dorginu, og oft auðveldara að ná til þeirra í dorginu heldur en með til dæmis flugustöng frá landi. Nýveiddur fiskur í gegnum ís er öllu jöfnu ágætlega haldinn og mjög góður matfiskur. Ekki skemmir það fyrir að auðvelt er að kæla nýveiddan fisk á ísnum. Þó ber að hafa í huga að sólin getur farið illa með fisk sem liggur á ísnum og er þá gott að vera með plastpoka eða frauðkassa til að geyma aflann í.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Vötn eru nú víða ísilögð og árstími ísdorgsins því runninn upp. Veiðivísir spjallaði við Ingimund Bergsson, hjá Veiðikortinu, af þessu tilefni.Í hvaða vötnum er ísdorg leyft? Í vötnum Veiðikortsins hefur aðallega verið samið um að veiðimenn geti veitt yfir sumartímann þannig að ekkert sérstakt samkomulag hefur verið um ísdorgveiðar. Nokkur vötn eru þó stunduð reglulega í ísdorgi þó svo ég fái litlir spurnir af því. Best er að veiðimenn hafi samband beint við landeigendur til að fá heimild til að dorga í gegnum ís. Ég mæli sem sagt með að menn séu í beinu sambandi við landeigendur við þau vötn sem þeir hafa áhuga að fá leyfi til að dorga í.Stunda margir ísdorg? Það virðist vera frekar lítill hópur sem stundar ísdorg reglulega. Ég hef ekki alveg tilfinningu fyrir því hvort það sé að aukast áhugi á ísdorgi, en grunar að það séu fleiri á Norðurlandi sem stunda veiðarnar þar sem tímabilið þar er talsvert lengra. Þess má geta að það er mjög forvitnilegt og gaman fyrir börn og yngri kynslóðirnar að prufa dorgveiðina þar sem það er spennandi að ganga á ísilögðu vatni og horfa niður í vatnið undir ísinn. Sérstaklega þegar fisk bregður fyrir.Hvaða búnað þurfa menn til að stunda ísdorg? Aðalatriðið er að vera með góðan ísbor, ekki bara til að bora heldur einnig til að mæla þykktina á ísnum. Annar nauðsynlegur búnaður er sæmileg dorgveiðistöng, ausa til að ausa ís burt úr gatinu, hlý föt eða góður snjógalli, hlýir kuldaskór og fóðraðir og vatnheldir hanskar þar sem það er ekki gaman að vera í blautum ullarvettlingum í frostinu. Kaffibrúsi með rjúkandi kaffi eða kakóið til að hafa stemminguna í lagi. Einnig þarf að huga að beitu en oftast eru menn að notast við maís, hvítmaðk, makríl, hrogn og rækjur. Hægt er að nálgast búnað í ísdorgið frekar ódýrt. Síðan er náttúrulega endalaust hægt að bæta við sig græjum og kaupa veglegri bora og þessháttar. Einnig geta menn lesið sig til um allskyns kúnstir við veiðarnar og til dæmis í bókinni Urriðadans eftir Össur Skarphéðinsson má lesa um mikilvægi ísdorgsins í Þingvallavatni á árum áður. Þar er talað um að aflinn hafi ekki verið síðri i gegnum ís heldur en í netin á sumrin ef ég man rétt.Á hvaða tíma er best að stunda ísdorg? Best er að stunda ísdorgveiðar frá janúar til apríl, eða þangað til ísa leysir. Þegar daginn tekur að lengja fer fiskurinn frekar á flakk og þá eru mun meiri líkur á að fá góða veiði. Daginn byrjar að lengja rétt fyrir áramót, þannig að það er ekki mikið dagsljós í janúar en þegar komið er fram í apríl er hægt að stunda veiðarnar lengur auk þess sem fiskurinn er kominn á meiri hreyfingu. Þannig mætti ætla að febrúar og mars séu ef til vill bestu mánuðirnir því í apríl getur brugðið til beggja vona með ísinn.Er þetta hættulegt? Að sjálfsögðu þurfa menn að hafa varann á og kanna ísinn vel áður en haldið er til veiða. Þess vegna er ekki síst mikilvægt að vera í sambandi við landeiganda þar sem hann veit e.t.v. stöðuna á ísnum hverju sinni. Ísinn er þykkastur út á miðju vatninu og þynnstur við landið. Varast skal uppsprettusvæði eða þau svæði þar sem heitt vatn rennur í það, því þar getur ísinn verið varhugaverður.Hvernig fisk eru ísdorgarar að veiða og er hann ætur? Þar sem er urriði og bleikja eru meiri líkur á að urriðinn veiðist fyrri hluta tímabils þar sem hann fer fyrr á flakk. Bleikjan fer á ferðast um vatnið þegar daginn tekur að lengja. Það er mjög algengt að menn séu að fá stóra urriða í dorginu, og oft auðveldara að ná til þeirra í dorginu heldur en með til dæmis flugustöng frá landi. Nýveiddur fiskur í gegnum ís er öllu jöfnu ágætlega haldinn og mjög góður matfiskur. Ekki skemmir það fyrir að auðvelt er að kæla nýveiddan fisk á ísnum. Þó ber að hafa í huga að sólin getur farið illa með fisk sem liggur á ísnum og er þá gott að vera með plastpoka eða frauðkassa til að geyma aflann í.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði