Vinnur Halldór til verðlauna á Vetrarólympíuleikunum 2014? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 14:46 Halldór Helgason sýnir hér tilþrif á snjóbrettinu sínu. Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010. Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010.
Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira