Halldór Jón Sigurðsson, kallaður Donni, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að þjálfa áfram meistaraflokk karla hjá Tindastól en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Halldór Jón tók við liðinu árið 2011 og stýrði því til sigurs í C-deildinni það sumar. Tindastóll endaði síðan í 8. sæti í b-deildinni síðasta sumar.
Halldór Jón er aðeins 29 ára gamall og var yngsti þjálfarinn í Pepsi-deild og 1. deild karla á síðustu leiktíð.
"Síðastliðið sumar stýrði hann liðinu í þeirri deild þar sem liðin spilaði oft á tíðum gríðarlega skemmtilegan fótbolta og vakti athygli margra. Mikil ánægja hefur verið innan liðsins með Donna og stjórn knattspyrnudeildarinnar er ekki síður ánægð með störf hans á síðustu árum," segir í fréttinni inn á heimasíðu Tindastóls.
Sá yngsti endurráðinn - Halldór áfram með Tindastól
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn




Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti