Mun minni áhugi á Hlíðarvatni Kristján Hjálmarsson skrifar 18. janúar 2013 10:55 Hlíðarvatn. Verulega hefur dregið úr umsóknum í vatnið. Mynd/armenn.is Ásókn í Hlíðarvatn í Selvogi hefur dregist gríðarlega saman frá því á síðasta ári eða um 38 prósent, samkvæmt tölum frá Ármönnum. "Það var viðbúið að minni ásókn yrði í vatnið góða eftir umræðu og aflabrögð síðasta árs," segir Eiríkur Indriði Bjarnason, formaður Ármanna. "Við höfum öll áhyggjur af stöðu Hlíðarvatns í augnablikinu en sú staða skýrist vonandi fljótlega þegar niðurstöður yfirstandandi rannsóknar verða ljósar." Ármenn eru með sjö veiðisvæði í boði á þessu ári en voru með tíu í fyrra. "Heildarfjöldi stangardaga sem í boði eru fækkar ekki hlutfallslega jafnmikið og svæðum," segir Eiríkur Indriði en mikill samdráttur er í umsóknum hjá félagsmönnum. "35% færri Ármenn senda inn umsókn um veiðileyfi nú en 2012." Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði
Ásókn í Hlíðarvatn í Selvogi hefur dregist gríðarlega saman frá því á síðasta ári eða um 38 prósent, samkvæmt tölum frá Ármönnum. "Það var viðbúið að minni ásókn yrði í vatnið góða eftir umræðu og aflabrögð síðasta árs," segir Eiríkur Indriði Bjarnason, formaður Ármanna. "Við höfum öll áhyggjur af stöðu Hlíðarvatns í augnablikinu en sú staða skýrist vonandi fljótlega þegar niðurstöður yfirstandandi rannsóknar verða ljósar." Ármenn eru með sjö veiðisvæði í boði á þessu ári en voru með tíu í fyrra. "Heildarfjöldi stangardaga sem í boði eru fækkar ekki hlutfallslega jafnmikið og svæðum," segir Eiríkur Indriði en mikill samdráttur er í umsóknum hjá félagsmönnum. "35% færri Ármenn senda inn umsókn um veiðileyfi nú en 2012."
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði