Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 28-27 | FH meistari Benedikt Grétarsson í Strandgötu skrifar 27. janúar 2013 13:30 Mynd/Stefán FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu. Fyrri hálfleikur var einstefna að hálfu FH. Hafnfirðingar spiluðu sterka vörn og þau skot sem ráðvilltir Framarar náðu á markið, varði Daníel Freyr. FH komst í 12-2 eftir tæpar 20 mínútur og allt útlit fyrir stórsigur FH. . Fram klóraði aðeins í bakkann undir lok hálfleiksins en FH leiddi með 7 mörkum í hálfleik, 14-7. Síðari hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri, FH náði aftur 10 marka forystu 17-7 og ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Þá fóru Magnús Gunnar Erlendsson í marki Fram og Sigurður Eggertsson að sýna mögnuð tilþrif og Framarar söxuðu hægt og bítandi á forskot FH. Það fór svo að lokum að Fram náði að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. Frábær leikur og góð auglýsing fyrir komandi átök í N1-deildinni. Einar Rafn og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í liði FH með 5 mörk hvor en besti maður liðsins var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson sem varði 25 skot. Sigurður Eggertsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var frábær. Magnús varði vel í síðari hálflæeik, 14 skot alls. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Einar Andri: Virkilega ánægður með ungu strákanaEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn í dag. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Einar Jónsson: Algjör skita í fyrri hálfleikEinar Jónsson, þjálfari Fram, var þrátt fyrir tapið nokkuð léttur eftir leikinn. „Þetta var auðvitað arfaslakt í fyrri hálfleik, eiginlega bara skita. Við þurfum að skoða það rækilega hvað gerðist en svo var allt annað að sjá til okkar í síðari hálfleik." Fram saknaði lykilmanna í þessum leik en Einar vildi ekki meina að það væri ástæðan fyrir tapinu. „Jóhann Gunnar er búinn að vera veikur og gat ekkert beitt sér í þessum leik og svo er Róbert (Aron Hostert) á annarri löppinni. Það er samt ekkert hægt að benda á þetta og fara að grenja, aðrir leikmenn spila þá bara meira í staðinn og þeir stóðu sig bara prýðilega, a.m.k á löngum köflum í leiknum." Einar er sammála því að Framarar hafa verið ansi óstöðugir í vetur. „Við erum roslega lélegir þegar við erum lélegir, það verður að viðurkennast. En það má ekki gleyma því að við erum l´æika svaka góðir þegar við dettum í gírinn. Við spilum hérna tvo leiki um helgina gegn tveimur sterkum liðum (FH og Haukum) og stöndum í lappirnar í báðum leikjum. Það verður að teljast jákvætt." Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu. Fyrri hálfleikur var einstefna að hálfu FH. Hafnfirðingar spiluðu sterka vörn og þau skot sem ráðvilltir Framarar náðu á markið, varði Daníel Freyr. FH komst í 12-2 eftir tæpar 20 mínútur og allt útlit fyrir stórsigur FH. . Fram klóraði aðeins í bakkann undir lok hálfleiksins en FH leiddi með 7 mörkum í hálfleik, 14-7. Síðari hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri, FH náði aftur 10 marka forystu 17-7 og ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Þá fóru Magnús Gunnar Erlendsson í marki Fram og Sigurður Eggertsson að sýna mögnuð tilþrif og Framarar söxuðu hægt og bítandi á forskot FH. Það fór svo að lokum að Fram náði að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. Frábær leikur og góð auglýsing fyrir komandi átök í N1-deildinni. Einar Rafn og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í liði FH með 5 mörk hvor en besti maður liðsins var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson sem varði 25 skot. Sigurður Eggertsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var frábær. Magnús varði vel í síðari hálflæeik, 14 skot alls. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Einar Andri: Virkilega ánægður með ungu strákanaEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn í dag. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Einar Jónsson: Algjör skita í fyrri hálfleikEinar Jónsson, þjálfari Fram, var þrátt fyrir tapið nokkuð léttur eftir leikinn. „Þetta var auðvitað arfaslakt í fyrri hálfleik, eiginlega bara skita. Við þurfum að skoða það rækilega hvað gerðist en svo var allt annað að sjá til okkar í síðari hálfleik." Fram saknaði lykilmanna í þessum leik en Einar vildi ekki meina að það væri ástæðan fyrir tapinu. „Jóhann Gunnar er búinn að vera veikur og gat ekkert beitt sér í þessum leik og svo er Róbert (Aron Hostert) á annarri löppinni. Það er samt ekkert hægt að benda á þetta og fara að grenja, aðrir leikmenn spila þá bara meira í staðinn og þeir stóðu sig bara prýðilega, a.m.k á löngum köflum í leiknum." Einar er sammála því að Framarar hafa verið ansi óstöðugir í vetur. „Við erum roslega lélegir þegar við erum lélegir, það verður að viðurkennast. En það má ekki gleyma því að við erum l´æika svaka góðir þegar við dettum í gírinn. Við spilum hérna tvo leiki um helgina gegn tveimur sterkum liðum (FH og Haukum) og stöndum í lappirnar í báðum leikjum. Það verður að teljast jákvætt."
Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira