Heimir Örn: Dómarar verða að fatta mannleg samskipti Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 26. janúar 2013 18:27 Heimir Örn Árnason Mynd/Daníel „Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
„Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira