Danska Ekstra Bladet skrifar um það í dag að hollenska félagið AZ Alkmaar hafi mikinn áhuga á því að kaupa íslenska framherjann Aron Jóhannsson frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF og hafi þegar gert tilboð í leikmanninn.
Aron Jóhannsson var á dögunum orðaður við pólska félagið Lech Poznan en ekkert varð að því að hann færi þangað. Það virðist hinsvegar vera talsvert meiri líkur á því að Aron endi hjá AZ ef marka má frétt Ekstra Bladet.
AZ Alkmaar á að hafa boðið 12 milljónir danskra króna í Aron sem eru um 278 milljónir íslenskra króna en auk þess getur sú tala farið upp í 15 milljónir nái Aron ákveðnum markmiðum með AZ-liðinu.
Aron Jóhannsson er annar af tveimur markahæstu mönnum dönsku úrvalsdeildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum en danska deildin er nú í vetrarfríi.
AZ Alkmaar er þekkt Íslendingalið en landsliðamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson spilar með því í dag og landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sló þar í gegn á sínum tíma áður en hann var seldur til Ajax Amsterdam.
Ekstra Bladet: AZ Alkmaar býður 278 milljónir í Aron
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn