Orri Freyr Gíslason er á leið aftur til síns gamla félags, Vals, eftir að hafa spilað í dönsku úrvalsdeildinni í vetur.
Orri Freyr hefur verið á mála hjá Viborg á tímabilinu en vegna fjárhagserfiðleika liðsins var öllum leikmönnum frjálst að rifta samningum sínum og halda annað.
Fram kemur á handbolti.org í dag að það hafi í fyrstu verið stefnan hjá Orra Frey að spila áfram með Viborg en nú væri útlit fyrir að hann myndi klára tímabilið með Val í N1-deild karla.
„Það er nánast búið að ganga frá þessu," sagði Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. „Hann verður hér á Hlíðarenda út þessa leiktíð og svo kemsst hann vonandi aftur út, hans vegna."
Valur samdi nýverið við hinn serbneska Nikola Dokic en liðið er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar með sjö stig að loknum tólf umferðum.
Orri Freyr aftur á leið til Vals
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn