Svisslendingurinn Roger Federer tryggði sér sæti í undanúrslitum á opna ástralska mótinu í tennis í dag þegar hann vann Frakkann Jo-Wilfried Tsonga í oddasetti 3-2. Federer hefur unnið þetta mót fjórum sinnum á ferlinum síðast fyrir þremur árum.
Federer vann 7-6, 4-6, 7-6, 3-6 og 6-3 en Frakkinn náði að jafna í tvígang eftir Federer að hafði unnið fyrsta og þriðja settið. Roger Federer mætir Bretanum Andy Murray í undanúrslitunum sem fara fram á föstudaginn.
Federer tapaði fyrir Rafael Nadal í undanúrslitunum á þessu móti í fyrra en Andy Murray tapaði þá á sama tíma fyrir Serbanum Novak Djokovic.
Novak Djokovic og David Ferrer mætast í hinum undanúrslitaleiknum en Djokovic hefur unnið þetta mót tvö ár í röð.
Federer í undanúrslitin á móti Andy Murray
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn


Fleiri fréttir
