Kröfu verjenda í Aurum-máli hafnað ÞÞ og JHH skrifar 23. janúar 2013 09:44 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í þinghaldi í morgun, en Ólafur Þór rekur málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Kröfu verjenda í svokölluðu Aurum máli, annars vegar um að hafna framlagningu rannsóknarskýrslu og hins vegar kröfu verjanda Lárusar Welding um frestun ákæru var hafnað í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kom fram í úrskurði sem Guðjón Marteinsson héraðsdómari kvað upp á tíunda tímanum. Næsta fyrirtaka í málinu er 11. febrúar næstkomandi en þá verður tekin ákvörðun um fresti sem verjendur ákærðu hafa til að skila greinargerðum fyrir þeirra hönd. Verjendur töldu að framlagning rannsóknarskýrslu saksóknara gengi í berhögg við sakamálalög og fæli í raun í sér skriflegan málflutning en meginreglan er munnlegur málflutningur. Í úrskurðinum segir: „Dómstólar geta ekki, eins og verjendur krefjast, skert forræði ákæruvaldsins til að ákveða hvaða gögn það leggur fram með ákæru til að fullnægja lagaskyldu sinni." Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. en fyrirtækið á skartgripakeðjurnar Goldsmiths, Mappin & Webb og Watches of Switzerland. Félagið tengist á engan hátt skartgripaversluninni Aurum í Bankastræti. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Sérstakur saksóknari telur að hlutabréfin í Aurum Holdings Ltd. hafi verið keypt á yfirverði. Þannig hafi stjórnendur og starfsmenn Glitnis misnotað aðstöðu sína hjá Glitni með lánveitingunni til FS38 ehf. Pálma og Jóni Ásgeiri til hagsbóta, en hluti endanlegrar lánveitingar til FS38 ehf. rann í vasa Jóns Ásgeirs samkæmt ákæruskjali, eða alls 702 milljónir króna, sem fóru í uppgjör á persónulegum yfirdrætti hans hjá bankanum. FS38 fór í þrot og peningarnir hafa ekki endurheimst með tilheyrandi tjóni fyrir Glitni. Aurum Holding málið Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Kröfu verjenda í svokölluðu Aurum máli, annars vegar um að hafna framlagningu rannsóknarskýrslu og hins vegar kröfu verjanda Lárusar Welding um frestun ákæru var hafnað í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kom fram í úrskurði sem Guðjón Marteinsson héraðsdómari kvað upp á tíunda tímanum. Næsta fyrirtaka í málinu er 11. febrúar næstkomandi en þá verður tekin ákvörðun um fresti sem verjendur ákærðu hafa til að skila greinargerðum fyrir þeirra hönd. Verjendur töldu að framlagning rannsóknarskýrslu saksóknara gengi í berhögg við sakamálalög og fæli í raun í sér skriflegan málflutning en meginreglan er munnlegur málflutningur. Í úrskurðinum segir: „Dómstólar geta ekki, eins og verjendur krefjast, skert forræði ákæruvaldsins til að ákveða hvaða gögn það leggur fram með ákæru til að fullnægja lagaskyldu sinni." Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. en fyrirtækið á skartgripakeðjurnar Goldsmiths, Mappin & Webb og Watches of Switzerland. Félagið tengist á engan hátt skartgripaversluninni Aurum í Bankastræti. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Sérstakur saksóknari telur að hlutabréfin í Aurum Holdings Ltd. hafi verið keypt á yfirverði. Þannig hafi stjórnendur og starfsmenn Glitnis misnotað aðstöðu sína hjá Glitni með lánveitingunni til FS38 ehf. Pálma og Jóni Ásgeiri til hagsbóta, en hluti endanlegrar lánveitingar til FS38 ehf. rann í vasa Jóns Ásgeirs samkæmt ákæruskjali, eða alls 702 milljónir króna, sem fóru í uppgjör á persónulegum yfirdrætti hans hjá bankanum. FS38 fór í þrot og peningarnir hafa ekki endurheimst með tilheyrandi tjóni fyrir Glitni.
Aurum Holding málið Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira