Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir, tvíburabræður frá Hveragerði, urðu um helgina bikarmeistarar í blaki í Danmörku með liði sínu Marienlyst en þetta er annað árið í röð sem landsliðsmennirnir vinna danska bikarinn.
Marienlyst vann Spentrup IF 3-1 í úrslitaleiknum sem fór fram fyrir framan 1800 áhorfendur í íþróttahöllinni í Óðinsvéum. Marienlyst vann fyrstu hrinuna og svo tvær þær síðustu.
Það er nóg að gera hjá Marienlyst-liðinu þessa dagana því um næstu helgi heldur liðið til Falkenberg í Svíþjóð þar sem Marienlyst tekur þátt í Norðurlandamóti félagsliða. Þar á Marienlyst-liðið einnig titil að verja
Hafsteinn og Kristján eru 23 ára gamlir en þeir eru báðir 204 sentimetrar á hæð. Hafsteinn Valdimarsson var á dögunum kjörinn Íþróttamaður Hveragerðis 2012 en bróðir hans var einnig tilnefndur.
Íslenskir tvíburar danskir bikarmeistarar í blaki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
