Ekki rætt um annað útboð Trausti Hafliðason skrifar 31. janúar 2013 07:00 Við Norðurá. Mynd / Svavar Hávarðsson "Þegar öllu er á botninn hvolft voru menn bara á því að við ættum að horfa í kringum okkur - þetta væri nýtt upphaf," segir Birna G. Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár (VN), en landeigendur við Norðurá höfnuðu í fyrrakvöld tilboði Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í ána. SVFR hafði skilað tveimur tilboðum, annars vegar upp á 83,5 milljónir og hins vegar tilboði upp á 76,5 milljónir. "Þetta er mjög afgerandi niðurstaða. Kosningin um samningin var leynileg og 28 af 32 samþykktu að hafna tilboðinu," segir Birna. "Fundurinn var mjög málefnalegur og alls enginn skotgrafarhernaður í gangi. Það tóku ótrúlega margir til máls og mönnum fannst einfaldlega eins og við værum að verðfella eignina ef við samþykktum tilboð Stangaveiðifélagsins."Gætum ákveðið sjálf að selja í ána Komið hefur fram að Veiðifélag Norðurár hafi fullt umboð til að halda áfram með málið en hvað þýðir það? "Í raun og veru hefur ekkert verið ákveðið um framhaldið. Við erum bara að hugsa okkar gang og melta þessa niðurstöðu," segir Birna. "Við erum núna fyrir framan þröskuldinn en það er nóg af dyrum til að opna. Við getum sjálf leitað hófana við einhvern, hvort sem það er Stangaveiðifélagið eða einhver annar. Við gætum ákveðið að selja sjálf í ána og fengið við það jafnvel aðstoð umboðsskrifstofa. Við gætum líka farið í samvinnu við einhvern um að selja í ána. Varðandi annað útboð þá var sá möguleiki ekki nefndur á fundinum."Þakklát Stangaveiðifélaginu Birna segir það gleymist stundum í umræðunni að Veiðifélag Norðurár hafi fram að þessu verið mjög sveigjanlegt í samningnum sínum við Stangaveiðifélagið. Á árunum 2009 til 2012 hafi landeigendur komið vel til móts við SVFR. Hún segir líka nauðsynlegt að koma því á framfæri að landeigendur séu þakklátir Stangaveiðifélaginu enda hafi það staðið sig með sóma í gegnum árin og gert margt gott fyrir Norðurá.Landeigendur ekki gráðugir og vondir karlar Í gegnum árin hefur Norðurá verið á bilinu 5 til 15 prósent lægri en Þverá í útleigu en miðað við tilboð SVFR var þessi munur kominn í 20 til 25 prósent. En eru landeigendur við Norðurá að bera sig saman við Þverá sem fyrir ríflega ári síðan var leigð út á 112 milljónir króna á ári? "Það var kannski andinn í haust en mér fannst ekki að það væri neitt sem svifi yfir vötnunum á fundinum núna," segir Birna. "Því er hins vegar ekkert að leyna að það fer í taugarnar á mörgum þegar sagt er að landeigendur séu með græðgi og vondir karlar. Bauð einhver landeigandi í Þverá? Nei. Það er alltaf verið að hengja okkur.""Kannski hefur sá samband ..." Þess ber að geta að Veiðifélagi Norðurár barst reyndar eitt tilboð til viðbótar eða öllu heldur erindi. Það var undirritað af Gesti Jónssyni lögmanni, fyrir hönd umbjóðanda. Að sögn Birnu var þessu bréfi dreift á fundinum "en það var eiginlega ekki rætt neitt. Þetta var bara bréf, engin tala og enginn veit hver stendur á bak við þetta. Kannski hefur sá samband ég veit ekkert um það."trausti@frettabladid.is Stangveiði Tengdar fréttir SVFR eitt með tilboð í Norðurá 20. janúar 2013 18:33 "Ég er ákaflega svekktur" "Ég leyni því ekki að ég er ákaflega svekktur yfir þessari stöðu og ætla að leyfa mér að vera svekktur frameftir degi, segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur en Veiðifélag Norðurár hafnaði í gærkvöldi báðum tilboðum félagsins í veiðirétt árinnar. 30. janúar 2013 12:02 Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiðifélag Norðurár hafnaði fyrr í kvöld báðum tilboðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í veiðirétt Norðurár. Þetta kemur fram á vefnum Vötn og veiði. 30. janúar 2013 01:45 Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
"Þegar öllu er á botninn hvolft voru menn bara á því að við ættum að horfa í kringum okkur - þetta væri nýtt upphaf," segir Birna G. Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár (VN), en landeigendur við Norðurá höfnuðu í fyrrakvöld tilboði Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í ána. SVFR hafði skilað tveimur tilboðum, annars vegar upp á 83,5 milljónir og hins vegar tilboði upp á 76,5 milljónir. "Þetta er mjög afgerandi niðurstaða. Kosningin um samningin var leynileg og 28 af 32 samþykktu að hafna tilboðinu," segir Birna. "Fundurinn var mjög málefnalegur og alls enginn skotgrafarhernaður í gangi. Það tóku ótrúlega margir til máls og mönnum fannst einfaldlega eins og við værum að verðfella eignina ef við samþykktum tilboð Stangaveiðifélagsins."Gætum ákveðið sjálf að selja í ána Komið hefur fram að Veiðifélag Norðurár hafi fullt umboð til að halda áfram með málið en hvað þýðir það? "Í raun og veru hefur ekkert verið ákveðið um framhaldið. Við erum bara að hugsa okkar gang og melta þessa niðurstöðu," segir Birna. "Við erum núna fyrir framan þröskuldinn en það er nóg af dyrum til að opna. Við getum sjálf leitað hófana við einhvern, hvort sem það er Stangaveiðifélagið eða einhver annar. Við gætum ákveðið að selja sjálf í ána og fengið við það jafnvel aðstoð umboðsskrifstofa. Við gætum líka farið í samvinnu við einhvern um að selja í ána. Varðandi annað útboð þá var sá möguleiki ekki nefndur á fundinum."Þakklát Stangaveiðifélaginu Birna segir það gleymist stundum í umræðunni að Veiðifélag Norðurár hafi fram að þessu verið mjög sveigjanlegt í samningnum sínum við Stangaveiðifélagið. Á árunum 2009 til 2012 hafi landeigendur komið vel til móts við SVFR. Hún segir líka nauðsynlegt að koma því á framfæri að landeigendur séu þakklátir Stangaveiðifélaginu enda hafi það staðið sig með sóma í gegnum árin og gert margt gott fyrir Norðurá.Landeigendur ekki gráðugir og vondir karlar Í gegnum árin hefur Norðurá verið á bilinu 5 til 15 prósent lægri en Þverá í útleigu en miðað við tilboð SVFR var þessi munur kominn í 20 til 25 prósent. En eru landeigendur við Norðurá að bera sig saman við Þverá sem fyrir ríflega ári síðan var leigð út á 112 milljónir króna á ári? "Það var kannski andinn í haust en mér fannst ekki að það væri neitt sem svifi yfir vötnunum á fundinum núna," segir Birna. "Því er hins vegar ekkert að leyna að það fer í taugarnar á mörgum þegar sagt er að landeigendur séu með græðgi og vondir karlar. Bauð einhver landeigandi í Þverá? Nei. Það er alltaf verið að hengja okkur.""Kannski hefur sá samband ..." Þess ber að geta að Veiðifélagi Norðurár barst reyndar eitt tilboð til viðbótar eða öllu heldur erindi. Það var undirritað af Gesti Jónssyni lögmanni, fyrir hönd umbjóðanda. Að sögn Birnu var þessu bréfi dreift á fundinum "en það var eiginlega ekki rætt neitt. Þetta var bara bréf, engin tala og enginn veit hver stendur á bak við þetta. Kannski hefur sá samband ég veit ekkert um það."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Tengdar fréttir SVFR eitt með tilboð í Norðurá 20. janúar 2013 18:33 "Ég er ákaflega svekktur" "Ég leyni því ekki að ég er ákaflega svekktur yfir þessari stöðu og ætla að leyfa mér að vera svekktur frameftir degi, segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur en Veiðifélag Norðurár hafnaði í gærkvöldi báðum tilboðum félagsins í veiðirétt árinnar. 30. janúar 2013 12:02 Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiðifélag Norðurár hafnaði fyrr í kvöld báðum tilboðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í veiðirétt Norðurár. Þetta kemur fram á vefnum Vötn og veiði. 30. janúar 2013 01:45 Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
"Ég er ákaflega svekktur" "Ég leyni því ekki að ég er ákaflega svekktur yfir þessari stöðu og ætla að leyfa mér að vera svekktur frameftir degi, segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur en Veiðifélag Norðurár hafnaði í gærkvöldi báðum tilboðum félagsins í veiðirétt árinnar. 30. janúar 2013 12:02
Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiðifélag Norðurár hafnaði fyrr í kvöld báðum tilboðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) í veiðirétt Norðurár. Þetta kemur fram á vefnum Vötn og veiði. 30. janúar 2013 01:45