Beyoncé Knowles hefur alltaf í nógu að snúast. Þessa dagana æfir hún stíft fyrir Super Bowl, ásamt því að skipuleggja endurfundi hljómsveitarinnar Destinys Child. Ofan á allt saman greindi hún svo frá því á dögunum að hún myndi fljótlega senda frá sér sitt fimmta ilmvatn. Það mun bera nafnið Pulce NYC og á að vera einhverskonar óður til New York borgar.
Pulse.Kynningarmynd fyrir atriði Beyoncé á Super Bowl.