Fyrirsætan Agyness Deyn mun senda frá sér línu í samstarfi við Dr. Martens síðar í mánuðinum. Þetta verður önnur línan sem þau vinna saman og verður um bæði skó og klæðnað að ræða. Í fyrri línunni sótti Deyn innblástur í pör tíunda áratugarins, eins og Johnny Depp og Winonu Ryder, en nú leitaði hún í japanska menningu eftir hugmyndum.
,,Línan verður fyrir sjálfstæðar og flottar stelpur sem þora að klæða sig og vera öðruvísi", segir Deyn um samstarfið.