Caterham og Marussia frumsýndu keppnisbílana Birgir Þór Harðarson skrifar 5. febrúar 2013 19:30 Charles Pic og Giedo van der Garde afhjúpuðu Caterham-bílinn á brautinni í Jerez í dag. nordicphotos/afp Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Ökumenn Caterham-liðsins í Formúlu 1 í sumar verða þeir Charles Pic og Giedo van der Garde. Pic ók fyrir Marussia í fyrra en van der Garde mun þreyta frumraun sína í mótaröðinni þegar ljósin slökkna í Ástralíu eftir rúman mánuð. Hann var reynsluökuþór Caterham í fyrra. Van der Garde ók Caterham-bílnum á æfingunum í dag og varð næst síðastur á undan Marussia-bíl Max Chilton. Hjá Marussia er enn eitt keppnissæti laust fyrir vertíðina sem senn fer í hönd. Max Chilton mun aka öðrum keppnisbílnum á tímabilinu. Hann ók á æfingunum í dag fyrir Marussia og var langsíðastur, 5 sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren og rúmum tvemur sekúndum hægari en van der Garde. Marussia-liðið virðist því hefja undirbúninginn á hælunum og þurfa að skoða sín mál grandlega í kvöld og í nótt áður en æfingarnar halda áfram á morgun. Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Ökumenn Caterham-liðsins í Formúlu 1 í sumar verða þeir Charles Pic og Giedo van der Garde. Pic ók fyrir Marussia í fyrra en van der Garde mun þreyta frumraun sína í mótaröðinni þegar ljósin slökkna í Ástralíu eftir rúman mánuð. Hann var reynsluökuþór Caterham í fyrra. Van der Garde ók Caterham-bílnum á æfingunum í dag og varð næst síðastur á undan Marussia-bíl Max Chilton. Hjá Marussia er enn eitt keppnissæti laust fyrir vertíðina sem senn fer í hönd. Max Chilton mun aka öðrum keppnisbílnum á tímabilinu. Hann ók á æfingunum í dag fyrir Marussia og var langsíðastur, 5 sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren og rúmum tvemur sekúndum hægari en van der Garde. Marussia-liðið virðist því hefja undirbúninginn á hælunum og þurfa að skoða sín mál grandlega í kvöld og í nótt áður en æfingarnar halda áfram á morgun.
Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira