Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 28-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2013 14:21 FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira