Tískuvikunni í London lauk í gær. Eins og svo oft áður hafa ljósmyndarar verið iðnir við að ná fjölbreytileikanum fyrir utan sýningarnar á filmu, en bretar eru þekktir fyrir að vera bæði elegant og öðruvísi í klæðaburði. Við skulum sækja innblástur í nokkar myndir sem ljósmyndarinn frægi Tommy Ton tók af götutískunni síðustu daga fyrir Style.com.