Gunnar Nelson hoppaði upp um heil 44 sæti á nýjum Styrkleikalista í veltivigt í MMA, blönduðu bardagaíþróttum, sem birtur er á Fightmatrix vefsíðunni. Til að koma til greina þurfa bardagamennirnir að hafa keppt að minnsta kosti einu sinni á síðustu 450 dögum.
Gunnar Nelson er nú í 20. sæti á listanum eftir sigur sinn á Brasilíumanninum Jorge Santiago um síðustu helgi en Santiago er aftur á móti í 52. sæti listans. Gunnar Nelson er með 230 stig, sextán meiri en næsti maður á eftir honum og er jafnframt aðeins einu stigi á eftir manninum í 19. sætinu sem er Bandaríkjamaðurinn B.J. Penn.
31 árs gamall Kanadamaður, Georges St. Pierre, er langefstur á listanum en hann er með 1032 stig eða 445 stigum meira en næsti maður. St. Pierre hefur unnið 23 af 25 bardögum sínum á ferlinum.
Gunnar Nelson hefur nú unnið 11 bardaga í röð í MMA þar af tvo þá síðustu í UFC-bardaga. Hann vann Santiago örugglega á dómaraúrskurði á laugardagskvöldið.
Það er hægt að nálgast listann með því að smella hér.
Gunnar Nelson upp um 44 sæti á MMA-listanum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti



Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti

Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

