Sundsamband Ástralíu lét rannsaka ástæður þess að sundmenn landsins náðu jafn slökum árangri á Ólympíuleikunum í London og raun bar vitni.
Ástralía hefur verið ein sterkasta sundþjóð heims en ástralskir sundkappar sneru aftur til síns heima í sumar með aðeins ein gullverðlaun. Árangurinn var sá lakasti í mörg ár.
Niðurstaða rannsóknarinnar var að of lítill agi hafi verið í liðinu og að óeining hafi verið á milli sundmanna. Alvarlegast hafi þó verið að algjör einbeitingaskortur virðist hafa verið ríkjandi í hópnum.
Ástandið mun svo hafa versnað eftir því sem leið á leikana og slakur árangur kom í ljós. Ástralskir sundmenn hafa lýst leikunum í Lundúnum sem „einmana Ólympíuleikum" eða „einstaklingsleikunum".
„Sumir höguðu sér illa gagnvart liðsfélögum sínum og það voru dæmi um hópþrýsting, kúgun og almennt slæma liðsheild. Þjálfarar tóku ekki á vandamálunum sem komu upp," sagði í skýrslunni.
Í skýrslunni var einnig rætt um að sundmenn hafi notað lyfsseðilsskyld lyf í óhófi, farið á fyllerí, brotið útivistarreglur, blekkt og lagt í einelti. Þjálfarar og aðrir sem fóru fyrir hópnum hefðu þurft að bregðast við þessu en það hafi ekki verið gert.
Ástralska sundlandsliðið rotið að innan
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn